Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 44
Steindór Steindórsson frá Hlöðum. NYTJAJURTIR. INNGANGUR. Mikil og margvísleg eru þau not, sem mennirnir hafa af plönturíkinu, bæði beint og óbeint. Þaðan fá þeir fæðu og klæði, læknis- og nautnalyf, efni til húsa- bygginga og ýmissa nauðsynjahluta hins daglega lífs, að því ógleymdu að fóður húsdýranna er að mestu fengið beina leið úr jurtaríkinu. Ekki er því þó jafnskipt meðal allra fylkinga plantnanna, hversu mikil not vér höfum þeirra. Blómplönt- urnar, eða nánar ákveðið berfrævinga- og dulfrævingafylkingarnar, veita oss langsamlega mest þeirra allra saman. En ekki má því þó gleyma, að allar grænar plöntur eru undirstaða lifsins, sem á jörðunni hrærist. Út í þá sálma skal ekki farið hér, en aðeins gerð nokkur grein fyrir fáeinum þeirra plantna, sem vér menn höfum mest not af. Þar er úr mörgu að velja og vandséð hverju hafna skal, og hvað skal tekið, en meginreglu mun ég hafa þá, að gera helzt að um- talsefni þær plöntur, sem vér hér norður á íslandi og nágrannaþjóðir okkar hafa mest not af. Þó mun hér með öllu sleppt þeim plöntum, sem eingöngu eru fóður- jurtir, sömuleiðis þeim aragrúa plantna, sem menn rækta sér til skemmtunar, án þess þó að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr þessum plöntum, en einhverstað- ar varð að setja takmörkin, og þá lá næst, að þau yrðu tengd við þær tegund- ir, sem eru til beinna nota fyrir mann- inn. Ef vér athugum uppruna hinna ýmsu nytjaplantna, sést skjótt að flestar þeirra eiga heimkynni sín í hitabelti jarðar og hinum hlýrri hlutum tempruðu beltanna. — Hvergi annarstaðar á hnettinum er jörðin svo gjöful og gæðagnótt hennar jafnmikil. Þar fer saman hlýtt loftslag og nægilegt regn, og eru þar því sköp- uð skilyrði hinum glæsilegasta villi- gróðri, en til villiplantnanna eiga allar yrkiplöntur ætt sína að rekja. I kald- tempruðu löndunum, eða hinum köldu og hrjóstrugu heimskautalöndum eru heim- kynni sárafárra hinna eiginlegu nytja- plantna, enda þótt tekist hafi með erfiði og umhyggju margra kynslóða að flytja þær þangað og fá þær til að laga sig eft- ir hinum breyttu skilyrðum. Eins og margt annað í forsögu mann- kynsins er það hulið, hversu langt sé síðan menn fóru að hagnýta sér gjafir jurtaríkisins, eða yrkja jörðina. Þó má telja víst, að ekki hafi maðurinn verið langt kominn á þroskabraut sinni, er hann tók að neyta ávaxtanna af trjám þeim, er í mörkinni uxu, að minnsta kosti gat hann fljótt lært það af frænd- um sínum öpunum og öðrum skógardýr- um. Hinsvegar mun hafa liðið langur tími, áður en mönnum lærðist að yrkja jörðina og treysta ekki eingöngu á þær afurðir, sem hendingin lét þeim í hendur berast. Jarðyrkjan hefur naumlega byrj- að fyrr en menn höfðu tekið sér fasta bústaði. En hversu langt sé síðan að ára- tali, er með öllu óvíst. Hér skal þó getið um hina merkustu, elztu vitnisburði, er menn hafa um akuryrkju. í Kína og Egiptalandi er víst, að akuryrkja var

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.