Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Page 38
32 NÝJAR KVÖLDVÖKUR liafði gengið í einkaskóla, og þegar skóla- systkinin spurðu hana um föður hennar, var hún vön að segja: »Pabbi er í stríð- inu«, því að það hafði konan sagt börn- unum. En um síðir kom hið sanna í ljós, og foreldrar hinna barnanna kröfð- ust þess, að telpan væri látin fara úr skólanum, og það hafðist fram, og nú gat hún ekki framar komizt í neinn skóla. »Áfram, áfram! Hvað viðkemur allt þetta flóttatilraun yðar?« segir land- stjórinn, og Monu finnst hún hafa löng- un til að berja hann. »En það er ekki allt búið enn, hágöf- ugi herra«, segir fanginn. »Haldið áfram«, segir dómarinn. »Þegar nokkur tími var liðinn, hætti konan mín að skrifa mér, og svo fékk ég dag nokkurn bréf frá einum nágranna minna«. »Hvað stóð í því?« spyr dómarinn, og með logandi augnaráði heldur fanginn sögu sinni áfram. Annar Þjóðverji, sem af einhverri á- stæðu slapp við gæzluvarðhaldið, var skipaður af yfirvöldunum til að taka við verzlun hans og hjálpa konunni til að reka hana áfram, þar sem hún annars hefði hlotið að leggjast niður. Hann var þorpari og hafði notað sér aðstöðu sína til að ná valdi yfir konunni, sem vegna barnanna hafði látið undan honum. »Ég varð gjörsamlega örvita af að hugsa um þetta, hágöfugi herra. Þess- vegna vann ég allar nætur að jarðgöng- unum meðan aðrir sváfu. Eina hugsunin var að komast aftur til London og drepa hann«. »Það var þá gott, að við náðum þér í tíma«, segir landstjórinn. Dómurinn er sjö daga fangelsisein- angrun við vatn og brauð. Mona, sem verst við grátinn í réttar- salnum, flýtir sér burt og er heima hjá sér, þegar verðirnir koma aftur með fangann. Hann lítur út eins og örvænt- ingin í pesónugerfi, ruglaður, utan við sig og rændur hverri von. Upp frá þessum degi á Mona örðugra með að hlýða á bölbænir föður síns í hvert sinn, sem einhver segir honum frá sigrum Þjóðverja. »ó, að drottinn vildi rísa upp í allri sinni tign og að óvinum hans yrði út- rýmt.-------útrýmdu þeim, ó, drottinn, svo að þeir aldrei framar geti orðið ein þjóð«, stynur gamli maðurinn. Stundum kemur hún með athugasemd- ir, en þá lítur hann á hana og segir aftur: »Hvað gengur annars að þér stúlka? Ég skil ekki, hvað í ósköpunum gengur að þér«. Á hverjum morgni, þegar hún kemur á fætur, lítur hún út yfir gaddavírs- girðingarnar, yfir á landið hinum meg- in, þar sem ungir menn og stúlkur vinna, alveg eins og hún og Robbie voru vön að vinna við sólarupprás um uppskeru- tímann. Og á hverju kvöldi, er hún gengur til hvílu, starir hún niður yfir nakin, svört og öskuþakin gerðin, sem eru lýst upp með sterkum, hvítum Ijós- um boglampanna. Frekar en nokkru sinni áður þráir hún nú, eins og þýzki hárskerinn, að sleppa burt frá fanga- herbúðunum. En það merkilegasta er, að hún veit vel, að jafnvel þó að hún gæti sloppið burt, mundi hún ekki vilja það. óskar Heine er, vegna góðrar fram- komu, skipaður fyrirliði, og hefir leyfi til að fara hvert, sem hann vill, og þó hittast þau sjaldan og tala nálega aldrei saman. En dag nokkurn kemur hann ein- samall að dyrum mjólkurbúrsins, og um leið og hann réttir henni ofurlítinn hlut, segir hann: »Þekkið þér þetta?« »Það er silfurúr Robbies. Hvaðan haf- ið þér fengið það?« Framh.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.