Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 47
NYTJAJURTIR 41 telja fornfræðingar þær frá annari eða þriðju öld eftir Krist. Nú á dögum er rúgur mest ræktaður af slafneskum og germönskum þjóðum. Má svo segja, að ræktun hans sé nær ein- göngu í belti, er nær frá Norðursjó og Ermarsundi austur um Evrópu allt til Úralfjalla, enda eru þjóðir þær, er þar búa, höfuðneytendur rúgsins. Rúss- ar og Austur-Evrópuþjóðirnar hafa um langan aldur verið fremstar í flokki með rúgyrkju, en mikið er einnig fram- leitt í Þýzkalandi, Austurríki og á Norð- urlöndum. Lítilsháttar rúgyrkja er í Norður-Ameríku. Rúgur gerir ekki mjög harðar kröf- ur til jarðvegs. Víða, þar sem hann er ræktaður, er jarðvegur sendinn og bland- aður ísaldarleir, enda lá jökull ísaldar- innar mjög yfir löndum þeim, sem nú eru helztu rúglöndin, og hefir hann látiö eftir sig minjar miklar í jarðvegi þeirra °g byggingu allri. Það má einnig segja, að rúgurinn sé all-kuldaþolinn, þótt ekki nái hann þar byggi. Til marks um kulda- þolni hans er, að í Noregi er kleift að rækta rúg norður á 69° 38’ n. br., og suður í Sviss er hann sumstaðar ræktað- ur í 2100 m. hæð yfir sjó. Hinsvegar kann hann illa sterkum hita, þrífst t. d. illa sunnan Alpafjalla fyrir hita sakir. Á hann þannig heima í tempruðu loftslagi. Allmörg afbrigði eru til af rúgi, en þó færri en af ýmsum öðrum yrkiplönt- um. Um Norðurlönd og víðar, einkum í köldum löndum, er mest ræktaður vetr- arrúgur, er honum sáð að hausti, hefst þá sprettan, en plönturinar lifa af vetur- inn, og Ijúka vexti sínum næsta sumar, og þá er upp skorið það er sáð var til. Fæst með þessu móti nokkru lengri vaxt- artími, en ef sáð er og uppskorið sama sumarið. I Svíþjóð er ræktað sumstaðar eins konar tvíært afbrigði af rúginum. Er hann þá sleginn sem grænfóður fyrra sumarið, en hið síðara ber hann blóm og þá þroskast korn hans. Rúgkornið er að mestu notað til brauð- gerðar, þó er nokkuð af því notað til öl- og brennivínsbruggunar. Rúgbrauð er sem kunnugt er dökkt á lit, næringar- mikið og heldur lengi bragði sínu án þess að skcmmast. Hálmurinn er notaður til ýmissa hluta, þar á meðal í mottur, bönd, til pappírsgerðar og fleira. Fáar frásagnir eru um það, að reynt hafi verið að rækta rúg hér á fyrri öld- um. En er Klemens Kristjánsson á Sáms- stöðum hóf kornyrkjutilraunir sínar, sem síðar mun nánar getið, gerði hann einnig tilraunir með rúg og hefir hann, þessi ár, síðan tilraunimar hófust, feng- ið fullþroskaða uppskeru. Fullsnemt mun samt enn að skera úr því til fulls, hvort tiltækilegt verði að rækta rúg hér á landi þótt ekki sé vonlaust um, að svo muni reynast, því að kunnugt er það, að með úrvali og kynbótum má oft skapa af- brigði ýmissa plantna, sem þola harðari lífskjör en aðaltegundin, sem þær eru runnar af. (Framhald). 6

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.