Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fyrir framan þau. Vagnstjórinn sveigöi til hægri handar, en þar stóð vörubifreið þversum fyrir þeim. Þá beygði hann til vinstri, en þar gnæfði himinhár hús- gagnavagn, sem virtist hafa dottið ofan úr skýjunum. Bölvandi og ragnandi renndi hann Dilnum aftur á bak, en raá sig óðara á einn vagninn enn. Þau voru afkróuð á alla vegu. Ein af hinum alræmdu umferðaflækj- um, sem stundum stöðva allar samgöng- ur og verzlun stórborganna, hafði allt í einu skollið yfir. »Því höldum við ekki áfram?« sagði ungfrú Lantry óþolinmóðlega, »við erum að verða of sein«. Richard stóð upp í bílnum og horfði í kringum sig. Hið mikla bersvæði, sem Breiðgata, 34. stræti og 5. gata mynda með sér, þar sem þær skerast, var bók- stafíega eitt freyðandi haf af hverskyns farartækjum. Fólksbílum, hestvögnum vörubílum, flutningsvögnum, og spor- vögnum var stappað saman í eina iðandi kös, eins og síld í tunnu. Bílar öskruðu, hestar frísuðu, stálhjól ískruðu, hemlar urguðu, sporvagnar hringdu og keyrarar bölvuðu. Og’ úr öllum áttum komu straumar af vögnum á fleygiferð, og stungu sér inn í svaðið, eins og risavaxin holskefla. í manna minnum hafði ekki önnur eins umferðaflækja þekkst í New York borg. »Því er nú ver, að það lítur út fyrir að við séum strönduð«, sagði Richard um leið og hann settist niður, »það tekur að minnsta kosti klukkutíma að greiða úr þessari flækju. Þetta er mér að kenna, því hefði ég ekki misst hringinn, þá hefðum við...« »Við skulum ekki kæra okkur neitt, fyrst ekkert er við því að gera«, sagði ungfrú Lantry, »ég er líka orðin dauð- leið á leikhúsum. Lofið þér mér að sjá hringinn yðar«. Kiukkan ellefu um kvöldið var klapp- að hægt á dyr hjá Anthony Rockwall. »Kom inn!« kallaði gamli maðurinn. Hann sat í rauðum morgunslopp, og var að lesa sjóræningjareifara. Inn kom Elín frænka, einna líkust gráhærðum engli, sem af einhverjum misgáning’i hafði orðið eftir á jarðríki. »Þau eru trúlofuð«, sagði hún með hrærðri röddu, »hún hefur lofað að gift- ast Richard okkar. Þau lentu í umferða- flækju á leiðinni til leikhússins, og losn- uðu ekki fyrr en eftir tvo klukkutíma. Og hlustaðu nú á, Anthony bróðir: Það var ofurlítill tryggðapantur sannrar ást- ar, sem hjálpaði Richard okkar til að öðlast hamingjuna, — gamall hringur, í- mynd óeigingjarns og eilífs kærleika. Hann missti hann niður á götuna, og meðan hann var að leita að honum, skall umferðaflækjan á. Hann bað hennar og vann hana á meðan þau biðu. Guð gæfi að ég heyrði þig aldrei framar tala um almætti peninganna! Því hvað eru þeir annað en fánýtið tómt, hjá sannri ást?« »Það var ágætt«, sagði Anthony gamli, »mér þykir vænt um að strákurinn fékk vilja sinn. Ég sagði honum, að ég mundi ekki horfa í nokkur útgjöld, ef...« »En hvernig í ósköpunum hefðu pen- ingar þínir getað hjálpað, Anthony?« »Heyrðu nú, systir góð«, sagði Ant- hony, »sjóræninginn minn er í þessum líka óhræsis vandræðum sem stendur. Skipið hans er að sökkva, og hann hefur allt of glöggt auga fyrir gildi peninga, til þess að reyna ekki að bjarga. Það vildi ég að þú lofaðir mér nú að halda áfram með kapitulann«. Hér ætti sagan að enda. Það veit ham- ingjan, að ég óska eins innilega og þú, lesari góður, að svo væri. En við verð- um að súpa til botns dreggjarnar í bikar sannleikans. Daginn eftir barði maður nokkur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.