Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 15
1 Fr. Asmundsson Brekkan. L Y K I L L I N N. Var það viljaverk eða tilviljun, glæpur eða slys? í svefni hef ég lifað upp aftur og aftur þau augnablik, sem spurningunni valda, og oftast nær hef ég þá legið lengi á eft- ir vakandi í rúminu, baðaður í svita, með svipuðum tilfinningum og um kveldið, þegar ég laumaðist fram hjá manninum, sem lá í hrúgu á gólfinu í uppgöngunni, án þess að líta eftir, hvort lífsmark væri með honum eða ekki. — Eg lét öðrum eftir að kalla á hjálp og lögreglu. Ekki af hræðslu -— það sálarástand, sem ég var í, var að minnsta kostí ekki venjuleg hræðsla. — En ég gerði það samt.... Var það af því, að ég var sá einasti, sem hafði séð — sem vissi? — Eða vissi ég í raun og sannleika alls ekki neitt? Ef það hefði ekki verið fyrir það, að ég gleymdi lykli einmitt þetta kveld — gömlum, algengum lykli, að gamalli, kviklæstri hurð — þá hefði þessi at- burður algerlega farið fram hjá mér. Endurminningar mínar hefðu aldrei orð- ið tengdar við hann. — Ef til vill hefði ég heyrt hans getið — lesið um hann í blaði niður á götuhorninu morguninn eftir, en aldrei hugsað um hann eitt augnablik eftir á.... En það er kannske bezt að ég segi alla söguna: Ég var ungur þá og nýfluttur til borg- arinnar utan úr sveit, þar sem ég hafði dvalið undanfarin ár. -— Ég leitaði mér að ódýru húsnæði og fann það í Xgötu. Herbergið var nokkurnveginn bjart og rúmgott, með gömlum, slitnum húsgögn- um. — Ég bjó hjá gamalli skánskri klæð- skeraekkju, og sagði hún mér, að þetta hefði nú verið »stázstofan« sín og mannsins síns sáluga, sem líka hefði verið Svíi, en nú nægði sér svefnher- bergið og eldhúsið. Mér kom alveg frámunalega vel sam- an við gömlu konuna mína — eins og ég venjulega kallaði hana. Hún hélt öllu hreinu og í stökustu reglu og færði mér morgunkaffið nákvæmlega hálfníu á hverjum morgni. Og þá fræddi hún mig á ýmsu viðvíkjandi íbúum hússins. I þessum hluta byggingarinnar sagði hún að byggi ekki annað en verkafólk — allt saman fátækt fólk, en bezta og heiðar- legasta fólk — aftur í öðrum hlutum hennar •— sérstaklega hinumegin garðs- ins, væri það nú svona og svona, og bezt að vita ekki of mikið um hætti þess, já, bezt að vita sem allra minnst — eða helzt alls ekki neitt. En hún var nú búin að búa þarna í þrjátíu og fimm ár, og allt hafði nú samt gengið vel. Maður þurfti alls ekki að vera forvitinn til þess að fá ýmislegt að vita svona á þrjátíu og fimm árum — o, nei. En bezt var samt að vita ekkert! Og hún horfði á mig með gömlum, alvísum augum. Satt að segja þurfti hún ekkert að á- minna mig, því ég hefði sjálfsagt hugsað um flest annað meira í heiminum en þessa nágranna mína. Ef til vill var það yfirsjón, því eg skal játa, að ég hafði komizt að því, að þessi borgarhluti hafði af ýmsum orsökum ekki það allra bezta 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.