Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 43
MAMMON OG AMOR 37 dyrum hjá Anthony Rockwall. Hann hafði rauðar hendur og stórrósóttan hálsklút, og kvaðst heita Kelly. Honum var samstundis hleypt inn til gamla mannsins. »Jæja, Kelly«, ’sagði Anthony og seild- ist eftir ávísanabók sinni, »þetta gekk eins og í sögu. Látum okkur nú sjá, — ég fékk þér 5000 dali í peningum, var það ekki?« »Ég borgaði 300 dali að auki úr mín- vm eigin vasa«, sagði Kelly, »ég varð að fara dálítið hærra en við áætluðum. Leigubílana og búðavagnana fékk ég nú yfirleitt fyrir 5 dali, en hestvögnunum og vöi-ubifreiðunum varð ég flestum að borga 10 dali, og sumir byggingavöru- vagnarnir heimtuðu 20 dali. En lögi'églu- þjónarnir blóðguðu mig þó verst. Tveim- ur borgaði ég 50 dali, og hinum frá 20 til 25. En fannst yður það líka ekki tak- ast dásamlega, herra Rockwall? Ég er feginn að leikhússtjórinn, hann William Brady, vissi ekki af þessari vagnasýn- ingu okkar. Mér hefði þótt leiðinlegt að horfa upp á greyið missa heilsuna af öf- und. Og þetta án þess að hafa svo mikið sem eina einustu æfingu! Hver einasti tnætti á mínútunni, og í tvo klukkutíma hefði ekki einu sinni mús komist í gegn- um þvöguna«. »Þrettán hundruð, — gerðu svo vel Kelly«, sagði Anthony, og rétti honum ávísunina, »þúsundið þitt, og þrjú hundr- uð dalirnir, sem þú lagðir út. Þú hefur enga skömm á peningum, Kelly?« »Ég?« sagði Kelly, »ég gæti barið á þeim, sem fann upp peningaleysið!« »Heyrðu«, kallaði Anthony, rétt þegar Kelly var að fara út úr dyrunum, »þú hefur vænti ég ekki séð feitan, berlær- aðan strák vera að skjóta örvum af boga, einhverstaðar í þvögunni?« »ó-nei«, sagði Kelly, steinhissa, »ekki :sa ég hann nú. En ef hann var eins og þér segið, þá hefur lögreglan kannske verið búin að taka hann fastan, áður en ég kom«. »Ég var dauðhræddur um að strák- skömmin myndi ekki vera viðlátinn«, sagði Anthony og hló, »vertu sæll, Kelly«. -----— Síld og steinolía. f fljótu bragði virðist næsta hjákátlegt að nefna þetta tvennt í sömu andránni, því að flestum mun þykja það eiga ekki mikið sameiginlegt. En nú nýlega hafa menn gert merkilega uppgötvuní því efni. Fyrir nálægt 30 árum síðan fórst skip hlaðið síld við Alaskaströnd. Fyrir skömmu síðan var á sömu slóðum fengizt við botnrannsóknir. Þar í botninum fannst efni, sem líktist vaxi. Efni þetta var jafnskjótt sent til rannsóknarstofu jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Þar sýndi það sig, að efni þetta var skapað af fitu síldarinnar. Hafði hún sameinast kalk- og magníumsöltum úr sjónum, og við þetta komið fram mjög flókið efna- samband. Ennfremur kom í ljós, að væri vax þetta eimt við mikinn hita kom fram olía, sem mjög líktist steinolíu. Hending þessi, sýnir ef til vill einn þátt úr sköpunarsögu jarðarinnar, þ. e. hvernig steinolían hefur skapazt á sínum tíma. Það hefur lengi verið ráðgáta, hvernig hún hafi skapazt við ummyndun líi'rænna efna, og margar getgátur kom- ið fram þar um. Það er alls ekki fráleitt, að hér hafi hið sama gerzt við ummynd- un síldarfeitinnar. Því að ekki má gleyma því, að óralangur tími er síðan steinolían tók að skapast, og margar efnabreyting- ar geta hafa gerzt í jörðinni á þeim tíma. Það er að minnsta kosti mjög líklegt, að eitthvert samband sé milli steinolíu og fiska, og annara sjávardýra, er lifað hafa fyrir örófi alda. Steindór Steindórsson frá Hlöðmn.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.