Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 14
8 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ust menn þekkja dýr þetta allvel, og var því ekki að furða, þótt Evrópumenn, a. m. k. sumir, legðu trúnað nokkurn á til- veru þess, ekki sízt þegar þess er gætt, að enn eru þykkni frumskóganna lítt könnuð, og getur þar margt búið, er oss órar lítt fyrir. Það bættist einnig við, að Evrópumenn þóttust sjá skepnu þessa, og bar lýsingu þeirra í öllu veru- legu saman við það sem nú er sagt. Sum- um fór nú að detta í hug, að ef til vill væri apamaður Dubois, enn sjálfur þar á ferðinni, og brezkt vísindafélag skoraði fastlega á hollenzku stjórnina að reyna að finna dýrið. Var nú tekið til óspilltra málanna með rannsókn þess máls. Hið fyrsta sem upplýstist var, að fótspor þau, sem margir höfðu séð, og eignuðu Orang pendek voru spor bjarnartegundar, sem lifir þar á eyjunum, og Malayabjörn nefnist. Við nánari athugun kom það einnig í Ijós, að allt það, sem sagt var um lifnaðarháttu og útlit Orang pendek, átti prýðilega við Malayabjörninn. Hann gengur oft uppréttur, veltir um trjá- stofnum í fæðuleit, og sækist eftir sams- konar aldinum og sagt var um Orang pendek. Háralag hans og litur er næstum hið sama og fyrr er sagt. Það gat þá enginn vafi leikið á því lengur, að Orang pendek og Malayabjörninn var sama dýr- ið. Nú hefði mátt ætla að þetta væri úr sögunni. En svo var eigi. Þegar Orang pendek var kveðinn niður á Java, kom sú fregn frá Sumatra, að þar hefði ungur Orang pendek verið skotinn, og væri eng- inn efi á, að þetta væri apamaður. Var mikið um þetta rætt, einkum í Hollandi, og meira að segja kom fram áskorun í þinginu, til stjórnarinnar, um að stöðva slíkar mannaveiðar. Þeir, sem fyrstir sáu þetta apamanns-barn, voru ekki í nokkr- um vafa um, að nú væri Pitecanthropus ■ loksins fundinn. En Adam var ekki lengi. í Paradís og brátt var gátan leyst. Nátt- úrugripasafnið í Buitenzorg lagði hið mesta kapp á að fá eitt eintak af þessari merkisskepnu. Þetta heppnaðist brátt og safnið fékk beinagrind og húð af unga, ásamt langri frásögn um að fullorðna apamanninn hefði ekki tekizt að skjóta,. en hann hefði misst ungann úr höndurn sér, þegar veiðimennirnir skutu hann í handlegginn. Síðan hefði unginn og sá fullorðni kallazt á, en unginn hé'fði dá- ið nokkru síðar. Við fyrstu sýn líktist beinagrindin nokkuð mannsbeinagrind, og húðin var hárlaus. En við nánari at- hugun kom í Ijós, að húðin hafði verið rökuð, og tennurnar sorfnar til, svo að þær líktust mannstönnum, og að síðustu rófan og afturhluti mjaðmarbeinanna höggvinn burtu. Beinagrindin var af marketti, apategund, sem algeng er þarna. Allt það, sem sagt hafði verið um þenna apamann, var því hreinn uppspuni. En hitt er sannleikurinn, að Malayarnir á Sumatra hafa öldum saman leikið þenna hrekk, að útbúa beinagrindur af marköttum á þenna hátt og selja þær auðtrúa mönnum fyrir ærið fé. Hinn frægi ferðamaður, Marco Polo, segir frá þessu fyrir um 600 árum síðan, og enn helzt sami leikurinn við. Þessi saga er ein af mörgum, sem sýn- ir, hversu varlega ber að trúa ýmsum þeim frásögnum, sem oss berast frá hin- um suðrænu æfintýralöndum. En hún hefir reynzt sérstaklega lífseig, af því að einmitt steingervingafundirnir höfðu eins og áður er sagt, bent á, að einhvern— tíma hafi apamaður lifað á Java.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.