Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 16
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR orð á sér, og íbúarnir heyrðu til þeim flokkum manna, sem sjaldan sjást á göt- unum í dagsbirtunni. Sumir eyddu degin- um í ryki og skrölti í verksmiðjum og verkstæðum og sváfu síðan svefni hinna þreyttu. Aðrir komu fyrst fram, þegar skyggja tók, skutust þá inn á bjór- og brennivínsknæpurnar, eða fóru annara erinda um göturnar, til þess að búa sig undir nóttina, sem er tími þesskonar fólks. — En það var blátt áfram eðlis- hvöt hjá mér, sem fékk mig til að hnýs- ast ekki eftir neinu, sem ekki kom mér við. Byggingin var gömul og skuggaleg, reist í kringum ferhyrndan, lokaðan garð, sem ég varð að ganga þvert yfir, til þess að komast út á götuna eða inn. Þar var alltaf kolniðamyrkur á kveldin. Til að byrja með var dálítill geigur í mér, sveitamanninum, að ganga yfir þennan garð í myrkrinu, en það vandist brátt af, því allir, sem ég mætti, viku kurteislega úr vegi, og aldrei var mér sýnd áreitni — þvert á móti virtist þetta fólk allt saman, bæði fátæklingarnir og »nætur- fuglarnir«, frekar fúst á að gera manni smágreiða, þegar svo stóð á — og gamla konan mín hafði rétt fyrir sér: maður stóð sig bezt við að vera ekkert forvit- inn. Þetta kveld, sem hér er að ræða um, kom ég heim á venjulegum tíma. Og allt var venjulegt og hversdagslegt. Ég pauf- aðist yfir garðinn í myrkrinu. Þar var allt með kyrrum kjörum. Jafnvel elsk- endurnir, sem um það leyti voru vön að halda leynifund í skotinu undir forstofu- tröppunni, voru á sínum stað. — Ég var orðinn þeim svo vanur og þau mér, að hvorugur aðili kippti sér neitt upp við þó fundum okkar bæri þarna saman — það var meira að segja kominn einskonar kunningsskapur eða samúð — hvað á ég að kalla það? — á milli okkar, þau voru farin að kveikja fyrir mig ljósið, þegar ég kom í dyrnar, og svo buðum við gott kveld, þegar ég fór fram hjá. Það var allt og sumt. Mér var einhvernveginn innilega hlýtt til þeirra fyrir þetta. En ég varaðist alltaf að líta á þau. — Ég vildi ekkert sjá, sem mér var ekki ætlað að sjá — og ég fann á mér, að þau vissu það, og að samúð þeirra til mín byggðist á þessu. Allt var sem sagt svo venjulegt og svo hversdagslegt þetta kveld, þegar ég kom heim, að mér gat ómögulega dottið í hug, að neitt gæti gerzt einmitt þá, sem yrði mér ógleymanlegt. En orsakir liggja til alls. Og svo var það einnig hér. Ég var naumast búinn að setja upp inniskóna og kominn í morgunsloppinn, þegar dyrabjallan hringdi — tvisvar — það var til mín. Ég fór fram fyrir og lauk upp. Úti fyri-r stóðu tvær stúlkur — og það hýrnaði satt að segja yfir mér, því nú mátti ég þó búast við skemmtilegri kveld- stund. Aðra þeirra þekkti ég nefnilega vel. — Hún hét.... Nei, það getur annars staðið á sama, hvað hún hét — en hún var norðlenzk eins og ég, og við vorum vön að skemmta okkur vel, þegar við vorum saman. — Hina þekkti ég aðeins í sjón og vissi að hún var reykvísk. »Ef þú ætlast til, að ég fari út með þér í kveld«, sagði ég við vinstúlku mína, »þá ætla ég nú að segja þér alveg hreint eins og er, að ég nenni því ekki«. »Nei, vertu bara heima«, svaraði hún, »við viljum ekki hafa þig með«. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá verð ég að játa, að ég varð svolítið hvumsa við þetta svar, því að ég var eðli- lega fús til að fara með þeim. En ég hafði búist við, að þær gengju ofurlítið eftir mér, og þá skemmtun langaði mig til að fá líka, svo ég sagði — kannske ofurlítið fýlulega: »Hvers vegna voruð þið þá að koma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.