Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 53
FRÓÐLEIKiSMOLAR 47 FRÓÐLEIKSMOLAR. Hve margar dýrategundir þekkjum vér? Eins og kunnugt er, skapaði sænski náttúrufræðingurinn Carl v. Linné fyrst- ur manna fræðikerfi yfir alla hina lif- andi náttúru, jurtir og dýr. Jafnframt því gaf hann öllum kunnum tegundum latnesk heiti. Heitir hvert dýr og hver planta tveimur nöfnum, sem um leið á- kveða ættkvísl þá, sem tegundin er af. Hefur nafngift þessi verið til ótrúlegra þæginda. Enginn fyrirrennari eða sam- tíðarmaður Linnés þekkti svipaðan teg- undafjölda og hann, og hann er og verð- ur ætíð talinn höfundur hinnar nýju grasafræði, og mesti kerfisfræðingur heimsins. Árið 1758 gaf hann út 10. út- gáfu hins fræga rits síns: Systema Na- turae (Náttúrukerfið). Þar var safnað öllu, er menn vissu um dýr og jurtir. Þar nefnir hann um 7900 tegundir dýra en á þessum tæpu tveimur öldum, sem síðan eru liðnar, hefur þekkingu manna á náttúrunni fleygt fram svo firnum sæt- ir. Þannig þekkja menn nú um 900000 dýrategundir. Eftirfarandi skrá sýnir, hvernig þau skiptast niður (allar tölurn- ar eru h. u. b.): Svampar 5000, Linné þekkti 11. Ormar 16000, Linné þekkti 41. Lindýr 100000, Linné þekkti 647. Krabbadýr 15000, Linné þekkti 89. Skordýr 600000, Linné þekkti 1936. Áttfætlur 25000, Linné þekkti 78. Fiskar 20000, Linné þekkti 414. Froskdýr og skriðdýr 9000 Linné þekkti 181. Fuglar 20000, Linné þekkti 444. Spendýr 12000, Linné þekkti 183. Tölur þessar sýna skýrast hinn rnikla 'ftiun, en þó segja þær ekkert um, hve ^Jög þekkingunni á byggingu og lífeðli öýranna hefur fleygt fram. Væri hægt að sýna þann mun í tölum, mundi hann áreiðanlega ekki verða minni. Gera má ráð fyrir, að mörgum þyki furðulegt, að skordýrin' sem vér jafnað- arlega gefum lítinn gaum, skuli vera % allra dýrategunda jarðarinnar. Því er og þannig farið, að varla mun nokkur dýra- flokkur grípa jafnoft og mikið inn í líf vort manna, bæði beinlínis og óbeinlínis. Gróður og dýralíf á skipum. Margir munu hafa tekið eftir, að þeg- ar skip hafa siglt um skeið, sezt ótrúlega ótrúlega mikið utan á þau af dýrum og jurtum. Þetta er þó vitanlega misjafnt eftir því í hvaða höfum skipin sigla. Þetta hefur víða verið athugað af fræði- mönnum. Það sem mesta undrun vekur er, hve ótrúlegur einstaklingafjöldi get- ur safnazt á lítinn blett á skipsbotninum. Talið er að jafnvel tugir og hundruð þús- unda einstaklinga séu oft á einum fer- metra. Hversu margir þeir eru fer vit- anlega eftir stærð dýranna. Á vitaskip eitt i mynni Saxelfar á Þýzkalandi sett- ist hvorki meira né minna en 15000 kg. af dýrum og jurtum á einu ári. Eins og gefur að skilja er þetta atriði mikilvægt fyrir bæði burðarþol og hraða skipsins. Einnig er talið að margt af þessum dýrum dragi mjög úr endingu skipsskrokksins. Af þessum ástæðum hef- ur rannsóknarstofa verið sett á stofn í Cuxhaven á Þýzkalandi, til að athuga þessa hluti og finna ráð gegn þeim. Þar hafa menn komizt að raun um, að til- teknir litir fæla lirfur sæljúgna frá að setjast á skip. En sæljúgu eru meðal þeirra dýra, sem oft er mest af. Enn er þó óvíst, hve mikla hagnýta þýðingu þessi uppgötvun hefur. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. ------------»»—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.