Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og ég vissi hvar þér áttuð heima... og þegar ég nú hafði lykil, þá hringdi ég ekki. — Ég vona að þér fyrirgefið, að ég hringdi ekki, en ég þorði það ekki... eins og á stendur... Það var nokkur þögn, það var eins og hún biði eftir, að ég segði eitthvað. Ég virti hana fyrir mér. Hún var ekki ung — og ekki gömul — mér hefði verið ómögulegt að segja það. Kannske var hún ekki nema eins og tuttugu og fimm ára — kannske var hún fjörutíu ára... og hún horfði á mig með þessum undar- legu augum, sem mér fannst vera eins og gruggugir vatnspollar.... Mér flaug í hug, að fyrir fáum árum hefðu þessi augu kannske verið ung og skær — hlæj- andi, glettnisleg, áhyggjulaus — augu, sem höfðu laðað og lokkað með öllu seið- magni gjafvaxta konu... og mér vökn- aði af einhverjum ástæðum um augu, svo það var eins og ég sæi hana gegn um mistur. »Þér komuð þarna upp áðan« — hún benti dálítið með höfðinu — eg veit ekki hvaða erindi þér áttuð — en þér voruð þar...« Hún þagnaði og horfði á mig, beið eftir svari. Og í fyrsta sinn sá ég votta fyrir eins og ofurlitlum svip- brigðum í augum hennar og andliti — það var eitthvað 'biðjandi, þögult og ó- endanlega ' fjarlægt óp um samúð og skilning — aðeins. ofurlítinn mannlegan skilning... og það hvarf strax aftur... Og svo kom það, þungt eins og einmana angistarstuna frá botnlausu dýpi — og þó var röddin jafn þyrkingsleg og laus við blæbrigði eins og áður: »Þeir fóru með hann — lögreglan — hann er dauður...« Ég kinkaði kolli. Ég vissi það. »Þér sáuð það allt saman«. Ég kinkaði aftur kolli. »Lögreglan sjálf segir, að hann hafi dottið á handriðið í ölæðinu. Það var feyskið og ónýtt og brotnaði... Þess- vegna hrapaði hann niður... Enginn veit. neitt... nema þér... Eiginlega mætti mér á sama standa fyrir mitt leyti... Það er hvort sem er úti með mig... En... en ég er móðir... Ég á tvö börn... og nú gætu þau haft það þolanlegt, því ég hefi at- vinnu... En þér sáuð það allt saman...« Ég stóð upp. Allt í einu hafði ég fullt vald yfir sjálfum mér. »Frú!« sagði ég og hneigði mig fyrir- henni, eins og við hefðum verið í dans- sal — og hún hefði verið einhver hefð- armær — »Eins og þér sjáið var ég háttaður, þegar þér komuð að heimsækja. mig... Það voru gestir hjá mér í kveld — tvær ungar stúlkur — ég fylgdi þeim út að sporvagninum, þegar þær fóru. — Svo fór ég að hátta... Ég hefi ekkert annað farið og ekkert annað séð í kveld!« Hún skildi mig, stóð á fætur og gekk til dyranna. Ég fylgdi henni og opnaðl gangdyrnar fyrir hana. Fyrir utan dyrn- ar, þar sem Ijósið logaði enn, sneri hún. sér við og horfði lengi og, að mér fannst, rannsakandi á mig. Svo sagði hún: »Þakka yður fyrir — það væri nú kannske ekki ómaksins vert fyrir mig... en það er vegna barnanna, þau eru svo ung — og geta gleymt enn... ef ég þarf ekki að fara frá þeim... í-í... og vera lok- uð inni... Annars...«. Hún lauk ekki við setninguna og kvaddi ekki. Hún var horfin niður stigann, áður en ég vissi af. Þegar ég kom inn, stóð ég enn lengi og reyndi að átta mig.... Hafði mig ekki dreymt þetta allt? En ég fór ekki í rúmið aftur. Ég vildi ekki eiga neitt á hættu, svo ég klæddi mig, lagði kraga, skyrtur og sokka niður í handtösku, stakk vegabréfinu mínu í vasann, skrifaði gömlu konunni minni bréf, sem ég skildi eftir á borðinu, þar sem ég sagði henni frá símskeyti, sem ég hefði fengið, og ég yrði alveg nauðsyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.