Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Side 18
12 NÝJAR KVÖLDVÖEUR hattinn af vana, og greip handfylli í hár- ið á mér. Stúlkan hélt auðsjáanlega að ég væri fullur og hörfaði inn úr dyrunum — en hún skellti þeim samt ekki í lás. »Fyrirgefið þér, bezta ungfrú«, sagði ég og hneigði mig eins ísmeygilega og kringumstæðurnar leyfðu, — »mætti ég ekki reyna lykilinn yðar?« »Lykilinn minn?« sagði stúlkan for- viða. Svo rankaði hún við sér og brosti. »Nú, þér eruð herrann, sem býr þarna á móti okkur. — Nú skal ég vita, hvort hann pabbi getur ekki hjálpað yður«. Hún fór inn. Mér þótti vænt um, að hún hafði skilið ástandið svona orðalaust. Og að vörmu spori kom góðlátlegur, mið- aldra verkamaður, snöggklæddur, með rautt skegg og blá, glettnisleg augu fram í dyrnar. »Nú, ungi maður«, sagði hann bros- andi, þegar hann hafði tekið kveðju minni, »þér hafið lokað sjálfan yður úti — já, það er slæmt. — En læsingarnar eru víst allar líkar í húsinu — reynið þér hvort lykillinn sá arna getur ekki opn- að«. Hann rétti mér lykil. Ég þakkaði honum, greip lykilinn og skoðaði hann. Mér virtust skerðingarnar á honum. vera alveg eins og á mínum lykli. En hann reyndist of stuttur. »Já«, sagði maðurinn, »þetta gengur ekki. En gætuð þér ekki setið inni hjá okkur, þangað til hún húsmóðir yðar kemur heim?« Ég blóðroðnaði og stam- aði dálítiö, þegar ég sagði honum, að mér riði alveg lífið á að komast inn. Maður- inn horfði augnablik á búning minn — sloppurinn var lyfrauður — mesta for- láta flík -— og næstum öklasíður, — ég á hann enn! »Við skulum þá vita, hvort við getum ekki náð í annan lykil«, sagði hann, hálf- hlæjandi. — Og hann var óþreytandi. Ég er viss um að hann ónáðaði allar fjöl- skyldurnar, sem bjuggu við uppganginn í þeim hluta byggingarinnar, sem við vorum. En enginn firtist, og allir vildu hjálpa — bæði í ráð og dáð — en allt kom fyrir eitt. Dyrnar héldu áfram að vera mér lokaðar. Allt í einu datt hjálparmanni mínum í hug, að húsvörðurinn byggi í íbúð hinu- megin við garðinn, og að hann hlyti að geta ráðið fram úr þessum vandræðum. Ég lét ekki segja mér þetta tvisvar, held- ur þakkaði honum og öðrum hjartanlega fyrir hjálpina og þaut af stað eins og byssubrenndúr. Eins og ég hefi tekið fram áður, þá stóð þessi gamla bygging kringum fer- hyrndan , sementslagðan garð, og hafði margar inngangsdyr, sem merktar voru með bókstöfunum A, B, C o. s. frv. Að öðru leyti voru þessar dyr allar hver annari líkar. Samt hitti ég nú af hend- ingu réttu dyrnar þarna í myrkrinu, hringdi hjá húsverðinum, sem bjó uppi á fjórðu hæð, og skýrði honum frá raun- um mínum. Hann fékk mér stóra lykla- kippu — það voru nú reyndar ekki allt lyklar, meira en helmingur voru krókar til að stinga upp læsingar með — og bað hann mig að skila þeim aftur sama kvöldið eða snemma næsta morguns. Ég lofaði að kasta lyklunum inn um rifuna, sem var á hurðinni fyrir bréf og blöð, kvaddi svo í skyndi og fór heim aftur. Og nú tókst mér loksins að komast inn. Ég var rétt að enda við að stinga upp læsinguna, þegar gestir mínir komu og gat því boðið þeim inn. — Það var nær miðnætti, þegar þær fóru aftur. Ég fylgdi þeim út á götuna og að sporvagninum — og nú var ég al- mennilega ldæddur — þar kvaddi ég þær og fór inn í garðinn aftur. Þegar þangað kom, datt mér í hug að skila lyklunum um leið, ef útidyrnar væru þá ólæstar enn. Reyndar var nú útidyrunum sjald- an læst á þessum garði, það vissi ég,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.