Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 52
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR né elda kveikti í hreinni sálu niinni. Þú litlum, mjúkum höndum straukst um gömul sorgarsár, er sviða hafði valdið um mörg og döpur ár; mér fannst sem gleði um allar æðar rynni«. Þessi kvæði eru ekkert »úlfablóð«. Þau eru blóð manns, sem lifir og finnur til. En höf. nefnir kverið eftir síðasta kvæð- inu í bókinni, sem er mjög kringilega ort kvæði og svo einkennilegt, að ég get ekki stillt mig um að tilfæra eitt erindi úr því að lokum: »Er vetrarnóttin er lögst um landið, er leynist dauðinn í skógum dimmum, þá verður lánættið lævi hlandið, þar læðast hópar af úlfum grimmum, sem eiga í höggi við harðan vetur; um hinztu fangbrögðin enginn getur, en spor til byggða og spark um fennur er spá um dauða, og feigðarletur um kulda og hungur — og hvassar tennur«. Af höfundi þessara ljóða, hver sem hann er, er alls góðs að vænta í framtíð- inni. JÖEÐ. Tímarit með myndum. Útgefandi og ritstjóri Björn O. Björnsson. I.—III. árg. Um tímarit þetta hefur þegar verið ritað svo margt og lofsamlega, og það er íslendingum þegar að svo góðu kunn- ugt, að það er óþarfi að fara hér um það mörgum orðum. Ætti að gera því góð skil, og skrifa ítarlega um það, yrði að gera það í miklu lengra máli, en Kjvöldvökurnar hafa rúm fyrir, svo geysilega fjölbreytt og yfirgripsmikið er það efni, sem tímarit þetta fjallar um. Það fjallar ekki aðeins um öll jarðnesk efni eins og nafnið virðist eiga að benda til. Það fjallar bæði um himin og jörð. Það ber jafnt fyrir brjósti andlega og líkamlega velferð manna og ber þess merki, að ritstjórinn er fjölmenntaður maður, bæði náttúrufræðingur og prest- ur. íslenzkum prestum er stundum borin ábrýnandleg deyfð og áhugaleysi. Verður hvorugt sagt í sannleika um séra Björn 0. Björnsson, sem jafnhliða því að gegna afskekktu og erfiðu brauði, brýzt í því, að gefa út jafn stórt og fjölbreytt tíma- rit, af einlægum og djúpum áhuga á al- hliða menningarlegri velferð lands og lýðs. Ritið er yfirleitt skemmtilegt af- lestrar og mjög ódýrt, aðeins 5 kr. fyrir áskrifendur, 17 arkir að stærð, og frá- gangur allur á prentun og myndum hinn prýðilegasti. Nýtur ritstjórinn þar hinn- ar alkunnu smekkvísi og listfengi föður síns, hr. Odds Björnssonar, prentmeist- ara, sem annazt hefur um prentun rits- ins og hefur sjálfur ritað mjög eftirtekt- ai*verða pistla í það. B. K. ÉG ÞEKKTI SNÓT —. Ég þekkti eitt sinn unga snót, ekki var hún heimsk né ljót, hún þráði yl og ástarhót — og ætlaði á stefnumót. En — svona er lífsins lukkuspil — hún lenti í norðanhríðarbyl, á mannavegum missti hún skil og mín svo lenti til. * ❖ * Úr mínum höndum meyjan smó en minning hennar lifir þó, og sagan út um fjörðinn fló ---------og fleiri til mín dró. Einar S. Frímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.