Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Síða 9
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN 3 válynd, »þættir að vestan«, 1925; Brennu- 7tienn, »saga úr nútíðarlífinu«, 1927; Gud og lukkan, þrjár sögur, 1929, og Kristrún í Hamravik, »sögukorn af þeirri gömlu, góðu konu«, 1932. Fyrsta bókin fæí yfirleitt mjög lof- samleg ummæli. Að vísu virðast þau að miklu leyMi byggð á kunnugleik höfund- ar á sjómennskunni og færni hans að lýsa ýmsum og öllum atriðum hennar. Menn eru sýnilega hrifnir af þessari færni og fjölyrða mest um hana, jafn- vel þeir, er játa, að þeir hafi nú »auð- vitað ekki vit á að dæma um, hversu rétt öll þessi sjómennska er«. Annars er held- ur lítið á þeim að græða. Reyndar er eðlilegt, að okkur land- kröbbunum finnist til um orðtækni Guð- mundar um sjómennskuna, og fari að nokkru líkt og manni, sem les í fyrsta sinn einhverja sögu Kiplings, um skip eða vélar. Þá, sem ekki hafa á sjó kom- ið, má afsaka, þótt þeir falli í stafi yfir allri »ganeringunni«, þegar einhver »gaflskortan« kemur »fullrigguð« frá stafnhyrnu að skutsegli, með höfuðbönd, beitiás og brandsegl, o. s. frv., og háset- ar »gefa henni klýfinn«, »hálsa«, »leggja hana yfir«, »draga brandseglið yfir stór- staginn«, o. s. frv., o. s. frv. En í raun og veru er þetta ekki hátíðlegra tal með- al sjómanna, en þegar við sveitamenn- irnir skröfum um torfljái, bandbeizli og klyfbera. — Hefðu sögur Hagalíns sjó- mennskutæknina helzt til síns ágætis, hefði tæplega orðið orðlengjandi urn hann sem sagnaskáld. Enda vita nú allir lesandi menn, að á henni velta ekki leng- ur dómarnir um skáldskap hans. Það er gaman aö fylgjast með fram- förum gáfaðs höfundar, eins og t. d. Guðmundar Hagalín. Það er strax auðsætt, að hann kann að velja sér söguefni. En í fyrstu bók- inni er efnið æði laust í böndunum. Þar að auki er stíllinn mjög höttóttur, eins og hjá nálega öllum yngri íslendingum, er fást við sagnagerð. Þótt samtölin eigi sér stað á prýðis eðlilegu mæltu máli, bregður hvað eftir annað fyrir, innan um, í frásögninni, sígildri (klassiskri) orðskipan, hálfgerðum sendibréfa- eða ritgerðastíl, til stórra áferðarlýta, svo að gera mætti sér í hugarlund, að höfundur- inn hefði viljað fylgja ráðleggingu gam- als kennara síns, Sigurðar Guðmunds- sonar meistara, um alþýðumál, en áft erfitt með að losna við áhrif hins sígilda ritháttar í ýmsum ritgerðum hans.*) — Einnig ber stundum óþægilega mikið á snöggum og tíðum hlaupum frásagnar- innar, milli nútíðar og þátíðar, sem jafn- an er mjög varasamt að beita. — En framförin er auðsæ, þegar í ann- ari bókinni, Strandbúum, Efnið er nú víða fastara miklu í böndunum. Tökum t. d. »Himnabréfið«, þar sem Hreggvið- ur stígur á land í blessaðri kyrrðinni, innra sem ytra. Alveg fyrirtak er yfir- borðsrór en sleitulaus stígandinn í frá- sögninni um smávaknandi eftirtekt hans á hinu og þessu, sem fyrir augun ber, á heimleiðinni úr fjörunni, og sem ekki er eins og það á að vera, unz allir þessir ör- smáu hnoðrar óvæntra fyrirbrigða eru saman þjappaðir í geigvænlegt þrumuský ægilegrar úrslitavissu. — Hárnæm skáld- skyggnin fær nú líka hæfari útrás en í fyrstu bókinni, hvort sem frásögnin er hæglátlega meinfús og hittin lýsing á fasi og fylgisöflun skáldsins og rithöf- undarins Birgis Herjólfssonar, eða hún er full varmrar samúðar, er hún fjallar um bljúga, hrekklausa einfeldni Hregg- viðar og innilega, háttvísa nærgætni hins afskekkta en brjóstgreinda íslenzka al- *) sem þar fer auðvitað prýðilega á.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.