Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 17
N. Kv. TUT-ANK-AMON OG GROF HANS 151 um, ölturin oltin um koll og vaxin illgresi. Eg reisti guðshúsin við, lilynnti að muster- unum og gaf þeim alls konar dýrmæti að gjöf. Eg steypti standmyndir af guðunum úr gulli og rafi, skreyttar lasúrsteini og alls konar gimsteinum." — Enn fremur er þess getið í bréfi nokkru, að þjóðflokkar í Sýr- landi og Súdan hafi lotið honum og greitt honum skatta. Varðveitzt hafa einnig all- margar myndir af honum, þar se'm hann þeysir fram á hervagni sínum í meyljóns- líki og riðlar fylkingar óvina sinna; á göngu- stöfum hans eru myndir af herföngum úr Asíu og Afríku, en fyrir hásæti lians krjúpa sigraðir óvinir, sem hann spyrnir fæti við; í gröf hans lágu silfurlúðrar hersveita hans. Allt bendir að vísu til þess, að hann hafi verið karl í krapinu og hinn vaskasti her- maður, eins og Þebukonungarnir fornu. Samt sem áður eru engin líkindi til, að svo hafi verið. Eftir smurlingi Tut-ank-Amons að dæma, hefur hann verið hér um bil átján ára gamall, þegar hann lézt, svo að ekki hefur lionum enzt aldur til svaðilfara í hernaði, og að öllum líkindum hefur hann aldrei á vígvöll komið. Einkennilegur er munurinn á hinum sterklega og vasklega herkonungi á myndunum og hinum grann- vaxna unglingi í grafhýsinu í Konunga- dalnum hjá Þebu. Myndirnar eru einskærar hugsmíðar, skjall og smjaður hirðmálarans, sem Tut-ank-Amon hefur látið sér vel líka, að dæmi annarra austurlanda-konunga. Þeir voru því vanastir, að krítað væri liðugt um afreksverk þeirra. Til allrar hamingju hafa fundizt í gröf- inni margar aðrar eðlilegri og sannari myndir en þær, sem síðast var sagt frá. Eru sumar þeirra undurfagrar og sýna daglegt líf hinna barnungu konungshjóna á átakan- legan liátt. — Greinilegt er, að konungur hefur verið íþróttamaður og lagt mjög stund á veiðar. A þeim dögum hefur verið fullt af veiðidýrum í flóunum kringum Þebu, og skammt var þaðan út í jaðra eyði- merkurinnar og næstu vinjarnar, þar sem rándýrin voru mest á ferli. Konungurinn virðist iiafa lagt stund á að veiða hvaða dýr sem var. A myndunum í gröf hans sést hann, ásamt tömdum ljónshvolpi og hóp veiði- hunda, vera að eltast við Ijón, antilópur, hirti, villisvín, hýenur, strúta og endur. Á andaveiðuntim hefur drottningin verið í för með lionum, og á einni myndinni sést hún rétta honum ör og benda honum á feitustu endurnar. Á blævæng, sem enn er til, er mynd af strútaveiði •öðrum megin, en hin- um megin sést heimförin frá veiðinni. Er konungur þar í fararbroddi, en á eftir hon- um ganga förunautar hans, sem bera tvo dauða strúta. Þar sem konungur er að elta stór dýr, þeysir hann fram í hervagni sín- um og lætur örvadrífuna dynja á dýrunum, sem flýja undan í dauðans ofboði og ýmist falla dauð niður eða haltra helsasrð með örvarnar standandi í sér. Á einni myndinni er konungur aleinn á ferð og leggur ljón til bana með snilldarlegri spjótstungu. Að sjálfsögðu eru allar þessar myndir fegraðar og ýktar, til þess að róma lipurð og snilli konungs, en engu að síður bera þær vitni um áhuga hans á veiðiskap. Og hið sama kemur upp á teningnum, þegar litið er inn í grafhýsi hans. Þar er fjöldi ýmiss konar veiðivopna: rýtingar, slöngvikylfur, skot- spjót, bogar og örvar. Einn boginn er afar vandaður, greyptur gulli og alsettur víra- virki, steinum og litgleri. Eftir myndunum að dæma, virðist boginn hafa verið uppá- haldsvopn Tut-ank-Amons. Svo eru þarna ýmsar myndir af heimilis- lífi konungshjónanna. sem allar bera vitni um ástúðlega sambúð þeirra. Á einni þeirra sitja þau saman í herbergi sínu, og hann er að hella ilmvatni yfir hendur hennar. Á annarri rnynd er hún að ljúka við að snyrta hann til, áður en hann fer að gegna em- bættisskyldum sínum. Á þriðju myndinni eru þau ein á reyrbáti úti á Nílfljóti; hann rær, en hún styður hendi á handlegg hans.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.