Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 19
N. Kv. TUT-AN K-AMON OG GRÖF HANS 153 aða tíma til stefnu, því að svo lengi var ver- ið að frarnikvæma smurninguna og búa allt til jarðarfararinnar, og eftinnaðurinn gat tæpazt setzt í konungssæti fyrr en fyrir- rennarinn var setztur að í gröf sinni. Þetta tóm notaði hún til þess að svijrast að nýjum eiginmanni. enda var það eina ráðið til að halda drottningarsætinu framvegis. Hún \ar ekki í vafa um, livar hún ætti að bera niður, því að síðustu mannsaldrana höfðu verið sífelldar hjúskapartengdir milli kon- ungsættanna í Egiptalandi og Vestur-Asíu. Ein af systrum liennar var gift þjóðhöfð- ingja.í Asíu, og móðir hennar sjálfrar var að öllum líkindum konungsdóttir frá Meso- potamíu. Ekkjudrottningin unga sendi því í skyndi bréf til Hettita-konungsins í Litlu-Asíu, sem var hættulegasti keppinautur Egipta um völdin í Sýrlandi: „Maðurinn minn er dá- inn, og eg hef frétt, að þú eigir uppkomna syni. Sendu mér einn þeirra; eg skal giftast Iionum, og hann skal verða konungur í Egiptalandi." Þetta var hyggilegur leikur á borði, sem gat beppnazt. Raunverulegur ríkiserfingi var enginn til, og ef Hettita- prins kæmi á biðilsbuxum — helzt með öfl- ugart liðsstyrk að baki sér — var alls ekki fráleitt, að bragðið lieppnaðist. Að eins eitt var nauðsynlegt, sem sé að flvta þessu sem mest. En þar brást drottningu bogalistin. Hettita-konungurinn var maður gætinn og vildi ekki sletta sér fram í valdastreitu inn- an hirðarinnar í Þebu, án þessa að kynna sér alla málavöxtu áður, og hann hefur vafa- laust óttast, að bréfið væri einhvers konar gildra. Hann íhugaði málið gaumgæfilega og tók þá ákvörðun að senda engan biðil að svo stöddu, heldur sendimann, sem átti að kynna sér til fullnustu, hvað á seyði væri í Þebu. Sendimaðurinn hafði bréf meðferð- is, þar sem slæglega var spurt: „Hvar er sonur konungsins heitins, og hvað er orðið af honum?" Ank-es-en-Amon varð örvilnuð. Með þess- ari tortryggni var heilum mánuði til einsk- is eytt — það voru fjórtán dagleiðir frá Þebu til Hettita-hirðarinnar — og liðið var að lok- unt sorgartímans. Svarbréf hennar var lík- ast neyðarópi: „Hvers vegna ætti eg að hafa þig að ginningarfífli? Eg á engan son, og maðurinn minn er látinn. Sendu mér einn sona þinna, og eg skal gera hann að kon- ungi.“ Þá loksins lét Hettita-konungurinn tilleiðast, varð við bón hennar og sendi son- inn til Egiptalands. En þá var það of seint; jarðarlor Tut-ank-Amons var um garð geng- in og annar konungur tekinn við. — Og þá er sagan öll. Þessi bréfaskipti, sem fundizt hafa í rúst- um Hettita-höfuðborgarinnar í miðri Litlu- Asíu, hættu þarna allt í einu, og.vér vitum eigi, hvernig fór. Komst Hettita-prinsinn af stað í bónorðsförina til Egiptalands, og hvað langt komst hann? Eða komst Ay að þessum ráðagerðum og kom hann í veg fyr- ir þær? Því fáum vér eigi svarað; en svo mikið er víst, að Ank-es-en-Amon tókst ekki að halda tignarstöðu sinni. Hún hverfur í djúp óvissunnar, en Ay, sem fram að þessu hafði haft konungsvald, fékk nú einnig kon- ungsnafn. II. GRÖF TUT-ANK-AMONS. Tut-ank-Amon liggur grafinn í Konunga- dalnum hjá Þebu, eyðidal, sem er fjarri skarkala mannlífsins. ,,Hornið“, sem er hæsti tindur fjallanna á því svæði, gnæfir eins og pýramídi yfir þeim stað, {rar sem þrjátíu hinna egipzku fornkonunga voru grafnir. Aðeins tveir þeiiæa liggja þar enn: Amenofis II. og Tut-ank-Amon. í viki við dalsmynnið, þar sem lítið ber á, er lítilfjörleg og einföld gröf, sem er elzt þeirra allra og þó að ýmsu leyti einna merk- ust þeirra. Hún var gerð fyrir jarðneskar leifar Thotmes I., sem kom á nýjum greftr- unarvenjum. Fram að þeim tíma höfðu konungarnir reynt að tryggja jarðneskum leifum sínum öruggan hvíldarstað með því 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.