Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 24
158 TUT-AN K-AMON OG GRÖF HANS N. Kv. ýmsir munir, sem notaðir voru við jarðar- farir, og upp við norðurvegginn stóðu töfra- árarnar sjö, sem konungur átti að nota, þegar hann ferjaði sig yfir vatnsföllin í undirheimum. Málverk og áletranir í ljóm- andi litskrúði prýddu veggi klefans, en auð- séð var, að allt þetta hafði verið flýtisverk. Þar var mynd af því, þegar kistan hafði ver- ið lögð á sleða og var dregin af háaðli ríkis- ins til greftrunar, en Ay konungur gekk í fararbroddi til þess að Iíta eftir, hvort allt færi fram að réttum sið. — Þetta var fyrsta sinni í sögu fornfræðinnar, sem heil kon- ungskista fannst, og þegar yzta kistan var opnuð, sannfærðust allir um að innsiglið var óhreyft og innihaldið því óskaddað. Skömmu eftir þenna merkisdag var Car- narvon lávarður bitinn af mýflugu, fékk blóðeitrun og dó að þrem vikum liðnum. Egiptizka stjórnin leyfði þá, að Howard Carter héldi verkinu áfram í nafni frú Carnarvon, og varð því ekkert hlé.á rann- sóknunum. Út úr framherberginu var ofurlítil kompa, og inn af grafklefanum önnur við- líka stór; báðar voru þær fullar af ýmsum munum, þar á meðal dýrmætum listaverk- um, en slegið var á frest að rannsaka þá og raða þeim upp. — Margt varð til að tefja Carter við verk hans, og ekki sízt blaðamenn og fréttaritarar, sem flykktust til Konunga- dalsins og létu hann aldrei úm frjálst höfuð strjúka. En þegar kólna tók í veðri haustið 1923 tók liann til óspilltra málanna við rannsókn líkkistunnar eða líkistnanna rétt- ara sagt, því að þær voru fjórar, hver innan í annarri. Þetta reyndist vera svo seinlegt og vahdasamt verk, að rannsókninni á kist- unum og smurlingi Tut-ank-Amons var ekki lokið fyrr en í maímánuði 1926. Þegar halla tók að síðasta þætti verksins, varð Carter fyrir geysimiklum vonbrigðum. Af því að engin konungagröf hafði til þessa fundizt jafnósködduð og þessi, en aðrir smurlingar höfðu fundizt í sæmilegu ástandi, þrátt fyrir rán og sífelldar raskanir og flutninga, bjóst hann fastlega við að finna smurling Tut-ank-Amons í sama ástandi og hann var, þegar hann var lagður í kistuna. En þótt hann væri grafinn með mestu vand\irkni, sveipaður vandaðasta lérefti, búinn verndargripum og skarti og lagður í gullkistu, kom á daginn að smurl- ingurinn var hræðilega útleikinn. Auðséð var, að yfir smurlinginn og innstu gullkist- una hafði verið hellt feiknum af kvoðu, sem í fyrstu hafði verið fljótandi, en kvoða þessi hafði sumpart leyst upp smurlinginn og sumpart verkað eins og lím, sem klessti honum og gullgrímu hans föstum við kistu- botninn. Var því ekki unnt að rekja lérefts- böndin af smurlingnum, heldur varð að flysja þau af í smátætlum. Sömuleiðis hafði kvoðan fyllt alveg bilið milli tveggja innstu kistnanna, svo að afar erfitt var að losa þær hvora frá annarri. Til allrar hamingju tókst það til hlítar, svo að bjargað varð tveim fallegustu kistunum, sem enn hafa fundizt í Egiptalándi. Kisturnar þrjár, sem ]águ innan í stóru steinkistunni, voru í laginu eins og maður og í líki guðsins Osiriss, og skreyting þeirra var mestmegnis fjaðurteikningar, Jr. e. a. s. með því lagi, sem tíðkaðist fyrir daga Tut- ank-Amons. Á hans dögum var annað lík- kistulag komið í tízku, og er því einkenni- legt, að konungurinn sjálfur skyldi vera lát- inn sæta eldri tízkunni; hlýtur það að stafa af einhverri trúarlegri erfðavenju. Annars er hitt venjulegra, að hirðin sé á undan, en ahnenningur, sem er íhaldssamari, sé á eftir. — Kisturnar tvær voru úr tré, en sú innsta, sem var hér um 'bil tveggja metra löng, var úr skíru og gagnþéttu gulli og svo þung, að átta menn áttu fullt í fangi með að lyfta henni. Því var ekki að undra, þótt slíkar ger- semar gætu freistað fátæklinga til að brjóta grafhýsi og ræna þau! í innstu kistunni hvíldi konungurinn ungi, vafinn léreftsbindum, en yfir höfði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.