Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Side 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Side 26
160 TUT-ANK-AMON OG GRÖF HANS N. Kv. ir oss til hlítar, með hve miklu skrauti og viðhöfn Faraó var til grafar borinn. Allir munirnir úr grafhýsi Tut-ank-Am- ons eru nú geymdir í forngripasafninu í Kaíró. Þegar smurlingur hans liafði verið grannskoðaður, var hann lagður í kistu í grafklefanum, dyrum hans lokað og sett inn- sigli fyrir. — Þar á Tut-ank-Amon að fá að hvíla í friði framvegis. Elise Aubert: • • Oldukast. Saga. Þýtt hefur R. M. Jónsson. VIII. . (Framhald).' Það var verið að hringja til miðdegisverð- ar í einni af hinum stærri gistihöllum í Montreux, og hinn mikli sægur gesta þyrpt- ist saman í hinum afarstóra og skrautlega borðsal. Þetta var um það leyti árs, sem að- sóknin að gistilnisunum þar var mest. — ekki aðsókn af hinurn veiku og þjáðu, er að vetrinum leita til hins mildara og heilnæm- ara loftslags við strendur Genfervatnsins, frá óblíðu og hörku hins strangara veðráttu- fars hinna norðlægari landa, heldur hinna yngri og eldri, tignu og ríkari, munaðar- gjörnu gesta, er úr öllum áttum heimsins leita þangað á sumrin, er rnest er þar um að vera. í öndvegi situr hin tigna fjölskylda frá Florens — frúin með mikl'u undirhökuna, svartklædd, með litað hár, og demantshring á hverjum fingri, drembilát og þóttafull — dóttirin, hjaranlega lík henni, en unglegri auðvitað, grannvaxin, hárið ekki út af eins litað, en ennþá skrautklæddari með de- mantseyrnahringa, brjóstnælu og forkunn- ar stórt og skrautlegt myndarnisti. Á milli þeirra situr, eins og skorðaður, eiginmaður- inn, skinhoraður, stóreygður, kinnbeinaber og hökumjór, en á móti þeim situr sonur þeirra, Luigi, ungur og yndislegur hnokki, og ljómar allt andlitið af ánægju og barns- legri kátínu. Við hliðina, eða út frá þessu tigna fólki, situr pólsk höfðingjal jölskylda, furstahjón með ungri dóttur sinni. Öllurn verður star- sýnt á hinn hávaxna, drem'biláta fursta, sem eigi virðist kunna eða skeyta neitt um að haga sér að hætti háttprúðra manna. Hann er skuggalegur yfirlitum og augun hvöss og bitur, svo sem úr þeinr brenni eldur. Hann styður hönd undir kinn og rennir leiftrandi augum um borðsalinn, unz hann kemur auga á einn af kjallarasveinunum og gefur honum merki með þumalfingrinum um að finna sig. Þjónninn lýtur honum með lotn- ingu, hleypur til hans og beygir sig niður að honum til að taka á móti skipunum hans, án þess hann þyrfti að kalla þær upp, en hin- um þóttafulla burgeis fannst engin ástæða til að fara neitt leynt með aðfinningar sínar, og tók þegar allhátt að kvarta undan því hve vínið væri slæmt og eigi mönnum bjóðandi og yrði hann þegar í stað að skipta um og koma með eitthvað skárra; hið sama væri um rnatinn að segja og annað eins salat legði sér enginn maður til rnunns! Hann lieimt-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.