Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 28
162 ÖLDUKAST N. Kv. öllu ferðalaginu, en var í raun og veru al- veg steinhissa á því með hvílíkum fjálgleik og ákafa sessunautur hans gat dvalið við þetta efni, sem enginn gat haft gaman af, nema hann sjálfur. — ,,Talið þér heldur þýzku!“ mælti frú Gran; hún gat lítið eitt fleytt sér í henni. Rússinn skýrði henni nú á þýzku frá hvernig hann allt í einu varð veikur, þetta afmæliskvöld frúarinnar. Hann hafði þegar tekið mandólínið sér í hönd, er hann féll niður á gólfið og blóðið rann í lækjum af vitum hans. En hún hafði komizt á snoðir um eitt- hvert veðmál — og hún vildi fá að heyra nánar um það. ,,Já, það var satt, veðmál við furstann, — nm það lrvort þessi — þessi prýðiblettur á henní væri meðfæddur." Rússinn fór hjá sér, er hann varð að viðurkenna, að þeir hefðu verið að ræða um þetta efni. Hann sagðist hafa haldið því fram, að þetta væri meðfætt móðurmerki. — En furstinn hafði unnið veðmálið. Frú Gran hallaði sér aftur í stólnum og rak upp hlátur. „Þú veizt ef til vill ekki, að þessi Rússi er blygðunarlaust spilafífl og samvizkulaus fjárglæframaður af verstu tegund og auk þess umrenningur eða flækingur, sem eng- inn veit deili á,“ sagði Gran í lágum hlj.óð- um við konu sína. „Hann er veikur, og oss kvenþjóðinni hefur komið sanran um að sýna honum alla nærgætni og ástúð,“ svaraði frúin. „Auk þess er hann listamaður og leikur aðdáan- íega á nrandólín, þetta lrljóðfæri, senr heill- ar mig öllum öðrunr hljóðfærunr frenrur. Á þetta ber þú ekkert skyn, af því þú ert ekki söngelskur eða náttúraður fyrir söng.“ Frr'i Fanny Gran var aðdáanlega spengileg og fögur í dökkrauða kjólnum, er fór lreniri svo mæta vel, með mjallhvítan kraga unr lrálsinn. Hún fann auðsjáanlega til þess að hún nú var orðin ríkismanns kona, og hún bar sig þannig yfirlætislega, að það leyndi sér ekki, að hún þóttist yfir flestar aðrar konur hafin. Hún var þó fjörug og kát eins og áður, og stundum keyrði gáski hennar og giaðværð úr hófi fram, en á því var eigi tekið hart í þessunr félagsskap, þar senr sá þótti beztur, er vakið gat mesta glaðværð og fjör. Hún var sannkallað eftirlætisgoð allra þeirra þjóða, er þarna voru sanran- komnar, og á lrverjunr degi var hún boðin til að taka þátt í alls konar skemmtununr á sjó eða landi. Stundum til að róa og sigia út á vatnið, stundum til að aka upp til fjall- anna eða meðfram ströndinni, og þess á milli var hún beðin að taka þátt í knattleik og öðrunr leikjunr heima í garðinunr. Fyni hluta daganna var hún nrest í söngsalnunr og lilustaði þar á alls konar söng og lrljóð- færaslátt. Síðdegis var lrana einkunr að finna í baðsalnum eða inni hjá einhverjum, er hún þá í svipinn þóttist verða að lreinrsækja, og kvöldum öllum varði hún til dansæfinga og ýnris konar leika í sölunr sjálfrar gisti- hallarinnar. Hún konr sér í kynni við alla, vék kunnuglega að ölluiri, var innundir hjá öllunr, án þess þó að gera sér nokkurt far um að kynna sér fyrra líf og framferði þess- ara nýju vina sinna. Rússneski listamaðurinn tilkynnti nú frú Gran, að lrann ætlaði að standa fyrir skemnrtiferð út á Genfervatnið um kvöldið, er dinrnrt væri orðið, og skyldu blys hölð nreð í förinni, svo úr þessu gæti orðið nokk- urs konar blysför, og svo ætlaði hann að lrafa maridólínið sitt með til að skemmta nrönnum. ,,Ó, lrve það verðu gaman!“ „Vill þá frúin veita mér þá ánægju að vera nreð í bátnurir mínum?“ „Já, það er mér sönn ánægja, og eg er þakklát fyrir boðið.“ „Hvað eruð þið að bollaleggja?“ spurði Gran, er nreð góðri hjálp sessunauts síns var nú kominn upp á liæsta tindinn á Matterhorn í aftaka kafaldsbyl. „Við efum að ræða unr ferðalag út á vatn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.