Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Page 29
N. Kv. ÖLDUKAST 163 ið í kvöld, eins konar blysför með flugeld- um. (), livað eg hlakka til. Góði Karl, vertu með í förinni; fáðu þér bát og bjóddu þess- um ensku konum, sem þér geðjast svo vel að, að vera með þér.“ „Nei, eg finn enga ánægju í því eða skemmtun að róa út um vatn í myrkri. A vatninu hvessir oft snögglega, og þessum smákænum getur livolft undir manni áður minnst varir.“ ,,í myrkri, segirðu, góði Karl, við verð- um eigi í myrkri; það á að lýsa upp vatnið með blysum —“ ,,)á, blysum, sem aðeins gera illt verra. Nei, eg sárbæni þig um að neita boðinu og taka engan þátt í svona lagaðri skemmtun.“ ,.Þú villt þó ekki, að eg svíkist um það, sem eg hef lofað — eða á eg að segja, að maðurinn minn þvertaki fyrir að eg fari með? Það yrði úr því óbærilegt hneyksli, sem aliar hlæju að.“ ,,Þú villt þá heldur hætta lífi þínu?“ „Já, langtum heldur!" svaraði hún og hló um leið og hún horfði í augu honum. Allir, er við borðið sátu, voru hrifnir af hinni ungu frú á þessu augnabliki. Hún hvíslaði einhverju í eyra honum, en hann sat þarna súr á svipinn og hálf ólundarlegur. Það var í sannleika engin furða, þótt hún leitaði sér skemmtana og dægrastyttingar eftir því sem hún átti kost á, þar sem hún var gift þessum réttnefnda ísbirni, er auk þess gat verið faðir hennar livað aldurinn snerti. ,,Þú ferð of léttúðugum orðum um þetta, þótt í spaugi eigi að vera, og vildi eg mega biðja þig um að hafa betur gát á orðum þín- um og tilsvörum framvegis.“ „En, góði Karl, eg get eigi verið eins liá- tíðleg og alvörugefin eins og þú; það verður þú- að fyrirgefa." Rússneski listamaðurinn spurði nú frú Gran mjög kjassmáll, hvort maðurinn lienn- ar ætlaði að vera með í förinni. Hún vissi það eigi alveg fyrir víst, en hélt það. ,,En þér verðið að rnuna, að eg ætla yður bezta sætið í bátnum mínum, og við leggj- um af stað kl. 9.“ Enska frúin með rniklu brjóstin missti nú vasaklútinn sinn á gólfið, og Rússinn laut niður til að taka hann upp fyrir hana, en að beygja sig svona var honum ofraun. Hann ætlaði alveg að kafna af mæði, stóð þegar upp, hneigði sig fyrir hinum borðgest- unum og fór út, áður en seinasti rétturinn var á borð borinn. „Einasta að þessi áreynsla eigi ríði hon- uin að fullu,“ hrópuðu konurnar í sífellu, óttaslegnar. „Nei, á því er engin hætta, en hann nýtur betur kampavínsins í einrúmi,“ gall aldr- aður ítali við, ítalskur bósi, er gramdist mjög að sjá og heyra, hvernig kvenfólkið lét utan um þenna feita uxa. ,,Æ, góði Karl, gefðu okkur nú eina flösku af kampavíni," mælti frúin. „Þegar eg heyri það nefnt og sé aðra drekka það, þá fer mig að langa svo mikið í það.“ Gran bað um hálfflösku. „Nei, láttu það nú vera heilflösku, Karl! Frakknesku dömurnar, er sitja á móti okk- ur, þiggja víst með ánægju að fá glas með okkur.“ „Þú verður þá að bjóða þeim það; eg Jrekki þær ekki og er ekkert hrifinn af þeim. Frúin lét ekki segja sér það tvisvar, en bað þegar um glös handa þeim og þeirri brjósta- ntiklu. „Mér þykir verst að eg sé ekki stúdentinn frá Bern, því að eg hefði boðið honum glas.“ „Það banna eg þér með öllu, Fanney.“ „Einmitt það! Svo eg hef svona strangan iiúsbónda; þá er að taka því.“ „Já, eg held að eg megi segja, að eg beri betra skyn en þú á það, hvað við á og hvað ekki á svona ferðalögum. Það er sitt hvað að koma fram svo, að við megi una heima í Noregi, eða hér innan um alla ókunnuga, og allt aðrar kröfur eru gerðar hér en þar.“ Litla dóttir pólsku furstahjónanna kom 21*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.