Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Qupperneq 34
168 OLDUKAST N. Kv. þess auðveldara á hann með að dylja úlfinn undir sauðargærunni!" „Það gegnir furðu að þú, sem rétt áðan fékkst andlátsfregn, er hryggði þig svo mjög, skulir geta fengið af þér að hugsa og tala svona. Hugsaðu þér nú, ef hann skyldi liggja á mararbotni hér í vatninu. Sennilega á hann ættingja og vini, ef til vill móður á lífi. Hann skýrði mér einu sinni frá því, að vonbrigði í ástum hefði komið honum til að flýja föðurland sitt; sú sem hann unni gekk að eiga annan mann.“ ,Og þú varst þó þeirrar skoðunar rétt áð- an, að rnenn ættu ekki að vera að skýra öðr- um óviðkomandi frá heimilishögum sínum og einkamálum." „Þú ert svo ósanngjarn og óþjáll í kvöld, Karl!“ hélt Fanny áfram og fór nú að há- gráta. En Gran var hinn stilltasti og alvar- legasti, og lét tár hennar eigi á sig fá. „Þessi sorgarfregn fær mér sárrar hryggð- ar,“ hélt Fanny ennfremur áfram. „Hann var svo þjáður, eg held mér sé óhætt að segja bæði á líkama og sál!“ ,Já, hann var brjóstumkennanlegt rekald á hafi lífsins." „Og gæddur svo göfugum hugsunar- hætti.“ „Hefðirðu sagt talshætti í stað hugsunar- hætti, þá mætti þetta til sanns vegar færa.“ „Ef lík hans finnst, hefur okkur kon- um komið saman um að skreyta kistuna hans með eilífðarblómum. — Rússinn, sem kom í dag, er alveg yfirkominn af harmi — þeir voru aldavinir. Tókstu ekki eftir ung- um manni, fríðum, með dökkbláum aug- >um og fjörlegum, sem þó er orðinn hvítur fyrir hærum? Hann sat gegngt okkur við hliðina á henni ungfrú Butcher, amerísku stúlkunni.“ „Nei, eg veitti hvorugu þeirra neina eftir- tekt.“ „Þessi Rússi leikur aðdáanlega á píanó — er þegar frægur orðinn —• hann heitir eitt- hvað, sem endar á „koff“. — Það eru víst sér- lega vel gefnir menn, Rússar! Mér þætti annars gaman að komast dálítið niður í rúss- nesku.“ „Mér finnst að þú ættir heldur að herða á því með frakkneskuna!" „Vous avez raison, (þú hefur rétt að mæla). — Var þetta eigi rétt borið fram? Hérna um daginn varð eg tuttugu sinnum að endurtaka orðið raison." Hún hringdi borðbjöllunni og bað um seltersvatn. „Eg er alveg yfirkomin af þorsta; þetta er af að að reykja þessa smávindla, sem furstinn þröngvaði okkur til að reykja. Hann sagði að allt Iieldra kvenfólkið yrði að venja sig við það.“ „Ætli Smith stúdent hafi verið við þegar frúin dó?“ spurði hún rétt á eftir, um leið og hún settist niður. ,Eg veit eigi annað en það, er í símskeyt- inu stendur, en vonandi skrifar Lorentze mér greinilegar um þetta allt seinna." Frúin fór út á svalirnar til að hlera eftir, hvort eigi heyrði hún mannamál meðfram ströndinni, en Gran tók aftur að skrifa. Næsta morgun var hann snemma á fótum og fékk sér góðan göngutúr. Það var inn- dælis veður, logn og sólskin, og húsin í smá- þorpunum kringum vatnið, gistihallimar stóru og tignarlegu, hin risavöxnu tré í görðunum, allt speglaði þetta sig í vatninu. Svanirnir syntu á því og máfarnir flugu yf- ir því í ótal sveiflum og hringum og steyptu sér svo úr háalofti í kaf eftir bráð öðru hvoru. í Roltnedalnum gnæfði „Dent du Midis“ tignarlegt yfir önnur fjöll og báru snævi þaktir tindar þess við himin og nýfallin mjöll lá eins og hvít slæða yfir fjallahringn- um þar í kring. Tilkomumeiri og dýrðlegri sjón en þarna var að sjá, getur eigi. Honum var sönn hugsvölun í að virða fyrir sér alla þessa hrífandi náttúrufegurð, um leið og hann hélt hratt áfram göngu sinni til hinn- ar frægu Chillons-hallar, en þangað var ferðinni heitið. Honum varð ósjálfrátt á,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.