Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Side 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Side 36
170 ÖLDUKAST N. Kv. „Já, auðvitað, þú kærir þig þó víst ekki um að við séum fleiri?“ „Mér þykir svo miklu skemmtilegra að margir taki þátt í svona ferðum, helzt sem flestir. Og nú ræða Vesturheimsmennirnir um að bregða sér til Vernayaz í Rhone- dalnum; þar er sagt að svo margt merkilegt sé að sjá og skoða, t. d. afar einkennileg skörð og stórhrikaleg — ,;Nei, vertu nú me'5 mér í dag, Fanny,“ mælti Gran í biðjandi róm, og hún fellst þá á það í þetta skipti. Þau óku fram hjá Chateau des Cretes, þar sem Rousseau lifði langdvölum og þar sem enn má sjá standmynd af honum. Fanny kannaðist svo sem ekkert við nafn hins heimsfræga skálds, og er Gran fór að reyna að skíra fyrir lienni þýðingu liins mikla manns fyrir sarntíð hans og eftirkom- andi tíma, lét liún þegar á sér skilja, að hún eigi hefði neitt gaman af að heyra slíkt. Hið sama var að segja, er hann reyndi að vekja athygli hennar á ýmsum gömlum viðburð- um og munnmælum úr sögu hinnar forn- frægu Blonay-Iiallar. „Þykir þér ekki gaman að heyra eitthvað um þá söguríku staði, sem þú kemur til?“ spyr Gran „Nei, mér stendur svo mikið á sama unr allt, sem heyrir fortíðinni til eða löngu liðn- um tímum og hef aðeins gaman af því, sem eg sé og heyri af því, sem hevrir nútíðinni til.“ Hið óyiðjafnanlega fagra og víðáttumikla útsýni, er upp á hæðardrögin kom, vakti þo undrun hennar og aðdáun, og hún horfði hugfangin iit yfir fjallaklasana og tindana, er hvarvetna blöstu við augum, og svo út yfir spegilslétt vatnið og smáu sveitarþorp- in, er meðfram því lága. Hið fornfræga slot virti hún þó eigi svo mikils, að renna aug- unum þangað, og aftók með öllu að fara þar inn, er þangað kom. Hana hryllti við þessurn gömlu, draugalegu, hálfföllnu múr- um, og kvað fýludauninn upp frá kjöllurun- um leggja sér fyrir vitin! Þau dvöldu því þarna skamma stund og héldu svo heim- leiðis aftur. A heimleiðinni lét Fanny í Ijósi hina rniklu löngun sína til að mega dvelja nokkuð lengur við Genfervatnið, þar eð hún kynni þar svo mæta vel við sig, og lof- aði Gran því, að hún skyldi fá því ráðið. Gráhærði píanóleikarinn dökkeygði varð nú uppáhaldsgoð kvenfólksins í stað liins burtstrokna Rússa. Daglega, er hann sat inni í söngsalnum og lék á hljðfærið, þyrpt- ust konurnar allar inn til hans og röðuðu sér í fylkingu umhverfis hann og kepptust um að dást að list hans og leikni. Gran var aldrei til staðar við þessar morgunskemmtanir, en varði þeim stund- um til að baða sig og tók sér svo langar skemmtigöngur á eftir. A einni af þessum skemmtigöngum sín- um nam hann einu sinni staðar hjá gömlu kirkjunni í Montreaux til þess að njóta hins óviðjafnanlega fagra útsýnis þaðan. Rakst hann þar á þýzka prófessorinn. — „Leggið þér einnig á flótta fyrir glamrinu í þessum rússneska píanóleikara, sem hamrar svo miskunnarlaust á hljóðfærið, að það gerir ýmist að skafa innan á manni eyrun eða hleypa loku fyrir þau; það yfirgengur langt það, er taugar mínar fá afborið að hlusta á,“ mælti Þjóðverjinn. „Hamast hann svona á hljóðfærið?“ „Já, það er mikið, sem bjóða má nótum og strengjum á hljóðfærinu því, ef eigi á allt úr lagi að ganga við slíkan gauragang. Það er leitt að við eigi skulum fá að heyra konuna yðar leika eina á hljóðfæri. Það eiu öðruvísi tilþrif." „Þar skjátlast yður, því konan mín leikur ekki á hljóðfæri.“ „Jú, um það getið þér sannfærst; að minnsta kosti var hún að leika á hljóðfæri rétt núna.“ Gran flýtti sér heim og inn í söngsalinn, og var þá verið að leika af miklu fjöri hið fræga „Tannháuser-inngangslag" O ’ ’ o o o

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.