Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Síða 41
N. Kv. MALÍN STURE NUMIN BROTT 175 að frú Mertu að banna þetta hjónaband. Frú Merta synjaði því ráðsins, og við það átti að standa. En þá tóku Jrau hjónaleysin til ‘sinna ráða. Malín virðist hafa tekið hugrekki móður sinnar að erlðum og féllst á þá ráðagerð elskhuga síns, að skjóta sér undan valdi göinlu konunnar og flýja með honum. Allt var mjög vandíega og kænlega undirbúið. — Eiríkur Stenbock kom til Hörningshóims um jérlaleytið 1572 og jós gjöfum á báðar hendur, svo að hann varð þar hvers manns hugljúfi. Þá hafa þau, Malín og hann, vafa- laust bundið þetta fastmælum, því að þegar hann kom þangað öðru sinni, í marzmánuði 1573, og'systir lians, Sesselja greifafrú, í för með honum, var allt búið til flóttans. Að morgni Jress 10. marz var Malín venju fremur döpur og guggin. Um nóttina hafði hún sofið í turnherbergi herrasetursins ásamt móður sinni og ógiftu systrunum, eins og venja var til. Þegar svstir hennar, frú Sig- ríður, sem gift var Thure Bjelke, kom inn í turnherbergið til þeirra, lá Malín á hnján- unr við aðra gluggakistuna, las í bænabók sinni og grét bei'sklega. Þegar hún sá systur sína, stóð hún upp; Jrær buðu livor annarri góðan dag, og frú Sigríður mælti blíðlega; ,,Guð blessi þig! Þetta er fallegt af þér.“ Þessi orð áttu ekki vel við Jrað, sem Malín var ríkast í huga, svo að hún svaraði: „Guð gefi, að svo sé.“ „Vissulegá er fallegt," mælti Sigríður, „að tárast í bænum sínum til guðs.“ „Já svo er nú Jrað,“ svaraði Malín rit í hött; 'en svo viknaði hún við, leit til systur sinnar og mælti: „Elsku systir! Þó að allir vandamenn mínir snúi baki við mér, þá smiðu ekki tryggu líjartu Jrín frá mér.“ Frú Sigríður skildi ekki, við hvað liún ætti, og svaraði: „Hjartkæra systir! Hvers vegna tek- ur þú svo til orða við mig? Eg býst ekki við, að Jm fremjir neitt ódæðisverk. Enginn í Sture-ættinni hefur hegðað sér svo, að við höfunr ástæðu til að snúa baki við honum.“ í annað sinn höfðu orð systurinnar verið svar við hugsunum Malínar, án þess hún tæki eftir því, en við Jrau fór hún að hágráta og mælti: „Já, eg segi Jretta út í loftið." Þá kallaði nróðir Jreirra, frú Merta, á frú Sig- ríði úr næsta herberg’, en Malín, sem var Jrá ein eftir með ungri systur sinni, Kristínu, setti barnið á borð og fór að leika við Jrað. í Jreinr svifunr leit Eiríkur Stenbock inn unr dyrnar, bauð góðan dag og sagði: „Kæra jungfrú! Viljið Jrér líta á hestinn, sem eg lref gefið yður? Hann stendur nú úti í hall- argarðinum." Malín svarði: „Já, sjálfsagt,“ —■ og s\ o tók hann lrana við hönd sér, og þau gengu út. A leiðinni buðu þau herbergis- Jrernu frú Sigríðar, Malínu Björnsdóttur, að koma með, og sömuleiðis aldraðri konu, senr verið lrafði fóstra Níelsar Sture. Báðar slepptu þær verki úr hendi og gengu út með þeim. Þegar þau komu út í hallargarðinn, stóð hesturinn í hliðinu undir hvelfingunni; honum var beitt fyrir sleða. í hallargarðin- unr var prestur frú Mertu og fleira heima- fólk við, en Jrað hélt, að þau ætluðu á veið- ar, og bjuggust við, að hitt hefðarfólkið kænri á eftir. Eiríkur Stenbock setti þá jungfrú Malínu, þernuna og fóstruna upp í sleðann, stökk sjálfur upp á áfturskörina og ók af stað, fyrst hægt, en síðan hraðar. Þegar fóstran sá, að þau voru á flugaferð niður að vatninu, fór lrún að æpa, en Eirík- ur Stenbock nriðaði þá skammbyssu á brjóst henni og nrælti: „Ef þér þegið ekki, skuluð þér aldrei æpa franrar!" — Þegar þau voru konrin út á ísinn, komu 50 ríðandi sveinar öðrunr nregin frá og aðrir 50 hinum megin frá, — liðsnrenn, senr bróðir konungs, Karl hertogi, sem síðar varð Karl IX., hafði léð Eiríki Stenbock til aðstoðar. Þessir hundrað sveinar slógu hring um sleðann, og svo var þeyst yl'ir ís og hjarn senr lrestarnir komust. Á herrasetrinu varð flóttans bráðlega vart. Af tilviljun hafði frú Margrét, systir Malínar, verið að horfa lit um glugga og sá þá systur sína í sleðanum; hún kallaði upp:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.