Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 45
N. Kv. Carl Ewald: Dyveke. Saga frá byrjun 16. aldar Jónas J. Rafnar þýddi. (Framhald). Mogens Gjöe stóð upp til að þagga niður í henni, en konungur gaf honum bendingu „Hafið þér fJeira að segja, Anna Hol- gers?“ spurði hann. „Já, yðar náð; eg hef það að segja, að eg ók í vagni mínum út til Hvíieyrar til að sjá frilluna. F.g hitti móður hennar — and- styggilegustu norn, sem eg hef séð á ævi minni. Henni væri ekkert maklegra en að vera varpað á bálið. Það leynir sér ekki, að hún er af lægstu stigum. — En ef yðar náð svarar því til, að faðir yðar lieitinn hafi líka lialdið frillu, — sem var frú Edle Bilde, — þá megið þér minnast þess, að Edle var þó af aðalsætt. og ekki flenna úr fjörunni í Björgvin eins og Dyveke yðar.“ „Anna Holgers!" mælti Mogens Gjöe, er hann sá æðarnar þrútna á enni konungs. „Hafið þér fleira að segja mér, Anna Holgers?“ spurði konungur. ,,Já, eg hef það, yðar náð,“ svaraði hún. ,,Það vil eg segja yður, að hennar náð, móð- ir yðar, allir góðir aðalsmenn og trúir þegn- ar yðar glöddust mjög, þegar þér genguð að eiga fagra og tigna hefðarmev, því að þeir vonuðust eftir, að ríkið eignaðist erf- ingja, svo sem þörfin krafði. En eitt er víst, livort sem Jrér vitið það eða ekki, að henn- ar náð verður ekki ba. nshafandi, af því að þér samrekkið Dyveke.“ Frú Anna greip andann á lofti, enda hafði hún hlaupið í spretti til skrifstofunnar og bunað úr sér orðunum í einni hviðu. Þeg- ar luin hafðr lof íð máli sínu, leit hún fram- an í konung og varð þá hrædd um að hafa sagt of mikið. „Yðar náð,“ stamaði hún. Konungur leit ekki við henni. „Mogens Gj()s,“ mælti hann, „viljið þér gera svo vel að sjá um, að frú Anna Hol- gers, sem hér stendur og áður var hirðfrú drottningarinnar, en er það ekki nú, vevði rekin úr höllinni, borginni og ríkinu. Komi hún nokkurn tíma fyrir augu vor framar, á að varpa henni í turninn og taka hana at' lífi eftir lóglegum dómi fyrir móðg- un við oss í viðurvist vðar.“ F’rú Anna ætlaði að segja eittli vað og rétti fram hendurnar, en Mogens Gjöe leiddi hana út í skyndingu og lokaði hurðinni milli hennar og konungs. FJÓRÐI ÞÁTTUR 26. kap. Stjórnarskrifstofa Sigbritar. Sigbrit Willums sat örugg og í góðu gengi á garði þeim á Amagertorgi, er Krist- ján konungur hafði gefið henni. Eftir það er lians náð hafði vísað sendimönnunum frá Búrgund á bug, skeytti hann ennþá síður um að fara í launkofa með tigi sín við Dy- veke. Hann kom til hennar á hverjum degi og stundum oftar en einu sinni. Þegar hann var þar inni, stóðu varðmenn hans úti fyr- ir og sneru brynþvörunum up«p, og þá vissu allir í borginni, að konungur var hjá frill- unni. 23*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.