Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 48
182 DYVEKE N. Kv. Lambert Andersen. Páll var oft látinn fara í sendiferðir til Rómaborgar og erlendra hirða, en Lambert var aðstoðarmaður Sig- britar í fjármálunum. Sá, sem var henni handgengastur, var Diðrik Slaghök, sem alltaf var á kreiki, bar henni ýmsar mikil- vægar fregnir og njósnaði fyrir hana innan hirðarinnar. Hann sagði lienni til um skap- brigði konungs og undirróður fylgismanna drottningar. Hann gætti sín svo vel við konung, að hans náð grunaði hann sjaldan um græsku, en þó var honum í rauninni aldrei um Diðrik gefið. „Systursonur yðar er hvimleiður náungi, Sigbrit,“ mælti konungur, „og ekki kysi eg að eiga líf og særnd undir honum.“ „Diðrik er svo sem enginn dýr]ingur,“ svaraði hún, „en yðar náð þarf á mönnum að halda, sem ekki láta alh fyrir brjósti brenna. Líði einhvern tíma að því, að gera þurfi skítverk, þá má nota hann. Hann sagðl mér einhvern tíma, að hann hefði drepið á erkibiskupsstólinn í Lundi við yður; þá stöðu þráir hann. Þegar þér ráð- izt í styrjöldina við Svía, væri ekki ónýtt að eiga drottins þjón af lians tegund í öðr- um eins tignarsessi kirkjunnar.“ „Því ekki það,“ mælti konungur hugsi. En sá af fylgismönnum Sigbritar, sem konungi var mest að skapi, var Hans Mikk- elsen, sem var ríkur borgari í Málmhaug- um og borgmeistari þar um skeið; síðar gerðist hann einvörðungu starfsmaður hans náðar. Hann studdi allar tillögur Sigbritar verzluninni til eflnigar og aðstoðaði hana við tilbúning og framkvæmd allra þeirra tilskipana, sem flæddu út yfir landið; og hann var enginn hræsnari eins og þeir Dið- rik Slaghök og Hans Toldar og ekki heldur gætinn og varfærinn eins og þeir Páll og Lambert Andersen og Jörgen Hansen í Björgvin. Hann sagði bæði konungi og Sig- britu skoðun sína afdráttarlaust og skeytti því engu, þótt það gæti honum sjálfum í koll komið. Hann sagði lians náð, að sig tæki sárt til drottningar, sem reikaði ein- mana innan um höllina og léti þó sem ekk- ert væri. „Það mál snertir mig, en ekki þig, Hans Mikkelsen,“ svaraði konungur reiðulega, en erfði þó ekkert við hann. „Þér eruð undarleg kona, Sigbrit,“ mælti Hans eitt sinn, þegar þau voru tvö á tali. „Aldrei hef eg hitt mann eða konu, sem liefur verið ens víðsýn og þér. Það er unun að vinna með yður, en því verð eg að trúa yður fyrir, að það mundi vera helmingi meira gaman, ef dóttir yðar væri ekki frilla lians náðar.“ „Það held eg líka,“ svaraði Sigbrit með liægð. Honum brá í brún og starði á hana; en hún horfði út í bláinn og eyddi því tali. Hún sagði þetta þó ekki út í bláinn, því að lengi eftir það, er Hans Mikkelsen var far- inn, sat hún þögul og hugsi. Þegar konung- ur kom um kvöldið, sá hann henni ofurlítið brugðið. „Hefur nokkuð komið fyrir, Sigbrit?“ spurði hann. „Nei,“ svaraði hún. „Eða óskið þér nokkurs?" spurði hann. „Ef svo er, þá segið þér til, því að eg og ríkið skuldum yður meira en goldið verð- ur.“ „Nei,“ svaraðii Sigbrit. Hans náð sat þar um stund og braut upp á ýmsu, en hún svaraði litlu sem engu. Þegar hann stóð upp og ætlaði inn til Dyveke, studdi hún hökunni á stafinn og hvessti auguná hann. „Hvernig líður drottningunni?" spurði hún. Konungi brá og hann horfði hvastt á móti. „EJndarlegt, að móðir Dyveke spyr svo,“ mælti hann. „Nokkuð svo,“ svaraði Sigbrit. „Mér datt í hug, að hún er ung kona og einmana, svik- in um hamingju sína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.