Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 20
6 HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM N. Kvi. strikaði þessa draumá jafnharðan út. i,— vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér.“ En á mosa- þúfunni í myrkviðris-bylnum breyttist þetta snögglega. Hinn bjarti andlegi heimur varð mér staðreynd, tilvera hans varð mér veru- leiki, varð mér sannleikur. Orökrænh, óskil- greinanlegur lífblær hugsjónanna getur þó þrátt fyrir allt orðið veruleiki á þessari jörð. Eg reyndi þetta þá og hefi marg-reynt það síðan. En hvernig? Já, hvernig verða listaverkin til? Hvernig verða fegurstu ljóð- in til? „Hvernig gerðist þetta?“ spurði vin- ur minn fyrir nokkrum árum. „Eg svilnað'i allur, ég andann ei dró, hver atraun var kæfandi lieit. Ég hrökk viff, um gluggann eg henti mér út — en hvernig? Það’ aldrei ég veit.“ segir Stephan G. Stephansson, raunhyggju- maðurinn. Eg hafði gjörbreytzt á örfáum mínútum. Mér fannst aðstaðan og umhverf- ið allt annað en áður. Skapsmunirnir brynj- uðu sig gegn óveðrinu. Yiljinn var eins og lýstur upp. Það var sem ég skynjaði stefn- una í leiftursýn. Eg greip beizlistauminn og hraðaði mér af stað, beint í veðrið. Eg vissi ekki, hvar ég var staddur, var algjörlega áttavilltur — vissi ekkert, hvert ég fór, en stefnuna beint í veðrið skyldi ég taka. Það voru fyrirmæli, sem ég varð að hlýða. Ég togaði í hestinn og gekk eins hratt og mér var unnt. Allur óróleiki og kvíði hafði sóp- azt burt, en öryggi og bjartsýni gerzt föru- nautav mínir, jafnvel kuldinn gjörði nú ekki vart við sig. Mér fannst allt velta á því að ganga sem harðast og halda stefnunni beint í veðrið — slaka hvorki til hægri né vinstri. Þegar ég hafði haldið svona áfram alllengi, gekk ég fram á ofurlitla melrönd. Fönnin hafði sópazt burt af henni. Mel- röndin var örmjó og aðeins fáir faðmar að lengd. En í sömu andrá og ég gekk nórður af henni, rak ég mig bókstaflega á bræðuv mína tvo, er voru á hraðri göngu og voru að leita að mér. Þeir komu að vestan og stefndu þvert austur. Eg kom að sunnan og stefndi í hánorður. Línurnar skárust þarna og mynduðu því sem næst 90° horn. Hefði ég verið aðeins einni mínútu fyrr eða seinna staddur á þessari melrönd, hefði ég ekki hitt bræður mína þetta kvöld og saga mín vafalítið ekki orðið lengri. En hver örlög bræðra minna hefðu orðið, ef þeir hefðu haldið áfram austur á auðn heiðarinnar, skal hér engu um spáð. Þeir voru vaskir menn á bezta aldri og hefðu ekki látið hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Bylurinn stóð sunnudagsnóttina og páskadaginn allan, að minnsta kosti, og er mörgum minnisstæður. Ég var fljótur að afklæðast og leggjast til hvíldar, þegar heim kom. En ekki sótti svefninn að mér. Og þegar allt var orðið hljótt, tók ég að hngleiða þennan atburð —r velta honum fyrir mér á ýmsa grein. Ég va!r ríkari af hugmyndum en áður, hafði snögg- lega öðlazt nýja, óvenjulega reynslu. Ég hafði eignazt — tileinkað mér — þetta, sem við köllum trú. Von mín hafði bókstaflega orðið að sannfæringu. Eg hafði eignazt fulla vissu um ríki af öðrum heimi en þess- um — ríki, sem ekki er hægt að sjá eða þreifa á — þetta, sem mönnum kemur aldrei saman um, hvað er. Ekki trú á kerfi eða kennisetningar, ekki trú á frelsun, held- ur trú á lífið sjálft, framtíð þess og íram- hald. Trú á ójarðrænan, órökrænan, óskil- greinanlegan lífsþátt þess — dularmögn þess — sannleik þess. Það er viðburður, það er áhrifsstund að finna leyndan, dulinn þátt í sjálfum sér — finna andblæ af æðri veröld og sinn eigin þegnrétt í þessu Ijóssins ríki. Manni birtir fyrir augum, útsýnið víkkar og hækkar, uiú-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.