Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 29
N.Kv. ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON, RITHOFUNDUR 15 sonar og Dagbjartar Gunnlaugsdóttur. Með þeim hjónunum og Þorsteini „smið“ var vinátta góð. Hafði og Þorsteinn verið ná- granni þeirra um tveggja ára skeið (1870 —1872), enda góður þokki og traust borið lil þeirra beggja, Jóns og Dagbjartar. Ung- ur var ég, er fyrst heyrði ég talað urn Steina á Syðra-Hvarfi. Var það haft eftir vinnu- iijúum á bænum, að Steini væri í meðallagi auðsveipur og ekki með öllu fús til venju- legra heimilisstarfa. Fylgdi það með, að ekki þyrfti að toga orð úr munni hans og eigi með öllu dæll í svörum. Fósturfor- <;ldra sína nefndi hann „pabba“ og „mömmu“. Enda mun oftast hafa að þeirra i'áði farið og að þeirra vilja gert. Liðu svo fram tímar. Og Steini á Hvarfi varð gáfu- legur myndarpiltur. Hafði ætíð verið betri í raun en í orðum. Meingerðalaus við dýr- in og lítilmagnann, en sárbeittur nokkuð svo og gletthæðinn gagnvart þeim, er hon- um þótti fávíslega breyta. Vart tvítugur að aldri gekk Steini á Syðra-Hvarfi í Hóla- •skóla og lauk þar prófi með lofi. Litlu síð- ar, eða 1901, fór hann héðan af landi burt vestur um haf til Ameríku. Löngu áður en hér var komið, var Steini á Hvarfi orðinn hugþekkur, kurteis og viðræðugóður ungur maður, er meira skynbragð sýndi og skiln- ing á lífinu og fyrirbærum þess en flestir jafnaldrar hans, er alizt höfðu upp við líka aðstöðu. Þótti sýnt, að tvennt bæri þar til orsaka: meðfæddar gáfur og jákvætt, sívirkt nppeldi. Eftir það, að Steini frá Syðra- Hvarfi hleypti heimdraganum og hélt í vest- nrátt, fóru Svarfdælir sjaldnar og sjaldnar að heyra hann nefndan því nafni. Nú fóru gamlir sveitungar hans að heyra og þekkja nafnið Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, tengt við «káldskap og aðra andlega yfirburði. Steini h'á Hvarfi var vaxinn upp í listamann og rithöfund. Það hefir verið sagt, að niðjarnir séu for- feðurnir endurbornir. Fátt mun sannara. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson var um það engin undantekning. Og uppeldið og meðferð öll á þessu vel gefna barni og ungmenni studdi þróun gáfnanna. Gaf hæfileikunum byr undir báða vængi. Því var það, að fóstur- sonurinn frá Syðra-Hvarfi var nú tekinn til að yrkja ljóð og rita margs konar fræði, svo að rödd hans og mál heyrðist alla leið vestan um haf og gall í eyrum þeirra, er áð- ur höfðu séð hann með smalaprik í hendi, en alltaf frjálsan og glaðan við önn og um- hyggju þeirra Jóns og Dagbjartar. Hin ó- skólalærða uppeldisfræði hafði gefizt vel, eins og raunar svo oft bæði fyrr og síðar. Arið 1920 vitjaði Þorsteinn Þ. ættlands síns og þá fyrst og fremst vina sinna á Hofi í Svarfaðardal. Gerði hann þá ferð sína vestur yfir fjall til Skagafjarðar og reið um Heljardalsheiði. Bar þá svo við, að ég veitti honum brautargengi um fjallið. Sagði hann mér þá, að erindi sitt hingað heim hefði fyrst og fremst verið að sjá Dagbjörtu fóstru sína og minnast við hana, áður en lyki ævi hennar. Kvaðst hann aldrei mundu geta með orðum eða fjármunum launað henni umönnun og velgerðir þær, er hún hefði lát- ið honum í té alla stund, frá því hann var ungt, ómálga barn og allt til fullorðinsára. Kemur nákvæmlega hinn sami vitnis- burður fram í minningarljóðum, er Þor- steinn Þ. yrkir um fóstru sína látna árið 1924. Kvæðið er hið fegursta, þrungið virðingu, ástúð og þökk. Vil ég með levfi eiganda kvæðisins, Gísla Jónssonar á Hofi, rita hér niður nokkur atriði þess. Þar segir svo meðal annars: Mín trú er vorlífs sigursöngnr, og sál þín skóp mér þessa trú. Þótt „kversias" vegur væri þröngur,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.