Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 36
22 N. Kv. KRISTJÁN JÓNSSON: Viðureign varðskipsins Ægis og brezka togarans York City í íslenzkri landhelgi Þann 19. marz 1952 ákvað íslenzka rík- isstjómin með reglugerð, að landhelgi ís- lands skyldi vera 4 sjómílur á haf út frá yztu annesjum. Reglugerðin skyldi ganga í gildi 15. maí sama ár. Sennilega heíur engin íslenzk ríkis- stjórn tekið neina þá ákvörðun, sem átt hefur jafn eindregnu fylgi að fagna hjá þjóðinni sem þessi. Hvaðanæfa bárust rík- isstjórninni þakkarávörp frá útvegsmönn- um og sjómönnum, og vart var sá fundur haldinn, að ekki væru ríkisstjórninni þakk- aðar gerðir hennar í landhelgismálinu. Á miðnætti þann 14. maí þokuðust er- lendu veiðiskipin út fyrir 4 mílna línuna, en Suðurnesjamenn og fleiri drógu fána að hún að morgni þess 15. maí. Engum bauð þá grunur um, hve örlagaríkar afleiðingar þessi djarflega ákvörðun átti eftir að hafa. Þann 18. júní voru íslenzku ríkisstjórninni afhent mótmæli brezku stjórnarinnar gegn hinni nýju landhelgislínu. Brezka stjórnin leit svo á, að engin þjóð hefði að alþjóðarétti heimild til á eindæmi að færa út landhelgi sína út fyrir 3ja mílna svæði, og bæri því að skoða 3ja mílna tak- mörkin sem alþjóðlegt takmark landhelg- innar og þar fyrir utan opið haf.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.