Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 38
24
N. Kv.
Vísnaþáttur
Við byrjum á því að þakka öllum þeim,
sem sendu botna við fyrripartana, sem birt-
ust í 3. hefti fyrra árgangs. Flestir voru
botnarnir góðir, en verða því miður ekki
allir birtir rúmsins vegna. Reynt skal að
standa við það fyrirheit að birta þá, sem
að dómi ritstjóra voru beztir, en sannarlega
var hér erfitt úr að velja. En hér koma þá
vísurnar eins og þær verða með botnunum:
Þegar sól í heiði hlær,
hugur minn úr viðjum raknar,
lyftir væng og flogið fær,
fagnandi til lífsins vaknar.
Jón Sig/ússon, Eiðum, S.-Múi.
Lengjast skuggar, lækkar sól,
leynist uggur mér í hjarta.
Frjósa gluggar, fennir skjól,
fáa huggar myrkrið svarta.
Magnús Kr. Gíslason, Vöglum, Skag.
BRAGÞRAUT. Maður nokkur lagði fyr-
ir kunningja sinn þennan fyrripart að
botna:
Víst er brotin vinstri öln,
verkjar segg í framhandlegg.
Eftir skamma stund fékk hann þennan dýrt
kveðna og ágæta botn:
Sízt er rotin kirkja í Köln,
klerkar hneggja í úfið skegg.
íslendingum hefur löngum þótt gaman
að dýru rími. Hér koma tvær dýrar:
Syngur klóin, kveður röng,
kyngisjóar heyja þing,
klingir glóhærð kólguþröng
kringum mjóan súðbyrðing.
Orn Arnarson.
Drengur góðan gelur söng,
gengur ljóðaharpan slyng,
strengur óðar, ljúf og löng,
lengur hljóðin ber í kring.
Pétur Jónsson frá Eyhildarholti.
Hér eru tvær vísur eftir Bjama Jónssoa
frá Gröf:
Aldrei leysast undan fönn
óskir sumra manna.
Deyja fyrir dagsins önn
draumar hugsjónanna.
Óli hresstur aldrei sést,
cins og prestur breyti.
Nú er flest, sem fannst mér bezt,
farið að mestu leyti.
Og að lokum nokkrar nýjar stökur eftir
Hjört Gíslason:
Sá ég vorsins rauðu rós
rísa úr grænu flosi,
meðan nóttin lokkaljós
lézt í dagsins brosi.
Dagsins köldu hríðarhögl
huldu blómaslakka,
kleip að stofni næmri nögl
nóttin fingrablakka.
Röðulgsislar Ránarsvið
rauðagulli stanga,
öldufingur fitla við
fjörubláan vanga.
Sólin Ægi sefur hjá
sveipuð mistur dúðum,
Ijós og skuggar skylmast á
skeljabláum flúðum.
Sjúga urtu selabörn,
seiðið lokka fljótin,
endurnar við óskatjörn
eiga stcfnumótin.
Meðan léttstíg æskan á
ástafund í leyni,
gægist fögur fjólubrá
feimin undan steini.
Svona lífsins angan er
áfeng jarðarbarni,
þegar íslenzkt vor um ver
vefur töfragarni.