Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Síða 42
28 ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY N. Kv. þeir höfðu sannfært sig um, að enginn á skipinu var særður, fór þriðji stýrimaður aftur yfir í varðskipið, en annar stýrimaður varð eftir í togaranum, ásamt einum háseta. Eftir að þriðji stýrimaður var farinn, vildi skipstjórinn komast að talstöð togarans, en það bannaði stýrimaðurinn honum. Skip- stjórinn brást þá reiður við og lagði hendur á stýrimanninn, en hann hratt honum frá sér, svo ekki varð meira úr átökum. Þetta gerðist á stjórnpalli togarans. Þegar skipstjórinn fann engan bilbug á stýrimanninum, hótaði hann að kalla sam- an skipshöfn togarans og gera aðsúg að varðskipsmönnum. Lét hann orð liggja að því, að hann hefði vopn og gæti skotið á varðskipsmennina, en ekki sýndi hann þó nein vopn. Stýrmiaður svaraði því til, að þeir væru heldur ekki vopnlausir, og lagði því til áréttingar höndina á leðurhylki við belti sér, er skammbyssa var í. Skipstjórinn virtist sefast við þetta, en greip þá til eimpípu skipsins og flautaði. Ekki virtist stýrimanninum hann þó gefa neitt ákveðið merki með eimpípunni. Þar næst tók skipstjórinn til við að draga upp einhver flögg á togaranum, en hvarf þó fljótlega frá því. Meðan þessu fór fram, renndi varðskip- ið upp að síðu togarans. Kallaði skipstjór- inn þá yfir til varðskipsforingjans og bað um leyfi til þess að nota talstöðina í þeim tilgangi að kalla upp brezkt eftirlitsskip, og var honum þegar veitt það leyfi. Báðum slýrimönnunum, svo og hásetanum, virtist skip;tjórinn vera undir áhrifum áfengis, meðan þetta gerðist. Því neitaði skipstjór- inn eindregið, og studdu bæði skipverjar hans svo og brezki skipherrann þá staðhæf- ingu hans. Þriðji stýrimaður, Atli Helgason, hafði það starf með höndum, meðan á töku tog- arans stóð, að skrifa niður tíma og staðar- ákvarðanir. Hann var við það starf í korta- klefa skipsins og fylgdist því ekki með,hvað gerðist, fyrr en togarinn hafði numið stað- ar. Hann gerði allar hornamælingar, ásamt fyrsta stýrimanni, og tóku þeir báðir öll homin. Rétt áður en lagt var af stað til hafnar, fór stýrimaðurinn yfir í togarann og var þar ásamt einum háseta, þar til komið var til Reykjavíkur. Loftskeytamaður varðskipsins skýrði svo frá fyrir réttinum, að loftskeytamaður togarans hefði beðið um leyfi til að fá að sjá ratsjártæki varðskipsins. Var það leyfi veitt, en er kveikt var á tækinu, lifnaði ekki á því. Stafaði það af því, að niðri í véla- rúmi skipsins hafði losnað raföryggi í sam- bandi við tækið. Þetta var strax lagfært, en varð þó til þess, að togaraskipstjórinn vé- fengdi að ratsjártæki varðskipsins hefði verið virkt. Allir varðskipsmennirnir staðfestu fram- burði sína með eiði. Kemur nú að frásögn skipstjórans á tog- aranum York City, og ber þar æði mikið á milli. Hann var maður á sextugsaldri, fæddur í Englandi árið 1900 og átti heima í Grims- by. Árið 1937 hafði hann sætt áminningu fyrir brot gegn landhelgislögunum, enn- fremur hafði hann þann 20. jan. 1951 verið dæmdur í 74,000,00 króna sekt fyrir botn- vörpuveiðar í landhelgi. Sá dómur var stað- feftur í hæstarétti sama ár. Skip-tiórinn neitaði þegar í stað, að hann hefði verið að veiðum í landhelgi, er va''ðckipið kom að honum, heldur hefði liann verið 4% sjómílu frá landi. Klukkan 10 morguninn 16. júlí kveðst hann hafa verið staddur 6 sjómílur norð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.