Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Qupperneq 45
N.Kv. ÆGIR OG BREZKI TOGARINN YORK CITY 31 yi'ði tekið fyrir dóm. Ekki vildi togaraskip- stjórinn samþykkja það. Enski foringinn kveðst þá hafa sagt honum, að varðskips- foringinn væri í fullum rétti að taka hann, en kæmi í ljós að taka togarans væri ekki réttmæt, ætti skipið rétt til bóta. Ennfremur kveðst hann hafa tekið fram við varðskips- foringjann, að færi svo, að taka togarans reyndist óréttmæt, áskildi brezka stjórnin sér rétt til fullra tjónsbóta. Eftir þetta fór brezki foringinn yfir í skip sitt, og skömmu síðar héldu öll skipin af stað áleiðis til Reykjavíkur. Hér verða nú málsatvik ekki lengur rak- in, enda þótt margt, sem fram kom í réttar- höldunum, sé ennþá ósagt. Eins og áður er sagt, neitaði togaraskip- stjórinn sekt sinni. Að lokum skulu svo stuttlega rakin þau atriði, sem skipstjórinn byggði sýknukröfu sína á. Sökum fyrri kynna af íslenzku rétt- arfari hefur honum verið vel kunnugt um, að hér gilti sú regla, að skortur sönnunar- gagna kæmi ætíð sakborningi í hag. Þess vegna hefur hann lagt sig og skip sitt í hættu til þess að torvelda sem mest sönnunar- skyldu varðskipsins. Ilann virtist hafa trú- að því, að ratsjártæki varðskipsins væri ó- virkt, og með því að slaga sitt á hvað út frá iandi, þótt hann væri undir skothríð frá varðskipinu, hefur liann viljað torvelda all- ar staðarákvarðanir, en þær voru undir- staðan undir sekt hans eða sýknu. Ekki er útilokað, að það hefði tekizt, ef varðskipsforingjarnir hefðu ekki verið störfum sínum vaxnir og framkvæmt þau með nákvæmni og fullkominni hugarró, undir þessum erfiðu og æsandi kringum- stæðum. En lítum nú á helztu röksemdir hins sak- borna skipstjóra. Hann hélt því fram, að dufl varðskips- ins, sem sett var út kl. 15.03, hafi verið miklu nær landi en togarinn var þá, og miklu lengra landmegin við togarann en varðskipsmennirnir vilja halda fram. í því sambandi benti hann á, að fjarlægðin frá varðskipinu til togarans var samkvæmt rat- sjártæki þess kl. 14.45 3þ^> sjómíla. Þótt varðskipið hafi siglt í átt til togarans með fulltri ferð allan tímann frá kl. 14.45 til kl. 15.00, er vél varðskipsins var stöðvuð, gat varðskipið ekki hafa farið nema 2.4 sjómíl- ur á þeim tíma miðað við 12 sjómílna hraða á klukkutíma og beri þá að hafa í huga, að samkvæmt véladagbók varðskips- ins var ekki sett á fulla ferð fyrr en kl. 14.50. Samkvæmt því hafi varðskipið í mesta lagi verið búið að sigla út 2 sjómílur kl. 15.03, þegar duflið var sett út. Þetta sanni framburður skyttu varðskips- ins, sem borið hafði fyrir réttinum, að er fyrsta kúluskotinu var skotið kl. 14.58, hafi íjarlægðin til togarans verið 3000 metrar, en 2. stýrimaður hafi gefið skyttunni þess- ar upplýsingar kl. 14.58, samkvæmt því sem ratsjá skipsins sýndi þá. Fimm mínút- um síðan setti varðskipið niður duflið, en vél varðskipsins var stöðvuð kl. 15.00, þannig að mikið hefur dregið úr ferð þess frá kl. 15.00 til kl. 15.03. Varðskipið hafi því ekki farið fulla ferð, nema frá kl. 14.58 til kl. 15.00 eða í 2 mín- útur. Varðskipið fer 12 sjómílur á klukku- tíma og 121/2 sjómílu, er vélin er knúin til hins ýtrasta. Sé því gengið lit frá, að 3000 m. séu á milli skipanna kl. 14.58, jafngildi það hér um bil 1% sjómílu. Varðskipið geti því ekki hafa farið nema % til % úr sjó- mílu frá kl. 14.58 og þar til duflið var sett út. Með þessu sé sannað, að togarinn var kl. 15.03 meira en 1 sjómílu utar en þar sem duflið var sett út, en það sýni, að hann hafi verið utan við landhelgislínuna, eða í versta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.