Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 51
N. Kv. 37 Nkákþáttur Ritstjóri Júlíus Bogason. í þessum mánuði hefst í Moskvu keppni um heimsmeistaratignina í skák milli Rúss- anna M. Botvinnik og V. Smyslov. Al- þjóðaskáksambandið sér um þessa keppni nú orðið, en áður gat heimsmeistarinn að mestu ráðið við hverja hann keppti. Verð- ur hér örlítið rakinn gangur þessara mála frá því er heimsmeistaratitillinn varð til. Árið 1866 fór fram skákeinvígi milli Þjóðverjans Adolf Andersen og Austurrík- ismannsins Vilhelm Steinitz. Steinitz vann þetta einvígi og gerði þá kröfu til þess að vera nefndur heimsmeistari í skák. Hann var raunverulega upphafsmaður nútíma- stefnu í skák. Steinitz liáði nokkur einvígi um heimsmeistaratignina og hafði alltaf sigur, þangað til hann mætti Þjóðverjanum Emanuel Lasker árið 1894. Steinitz var þá 58 ára, en Lasker 25. Lasker vann þetta ein- vígi með nokkrum yfirburðum. Lasker var nú orðinn heimsmeistari og varði titil sinn í mörgum einvígum. Hann tefldi fremur lítið, en bar oftast sigur úr býtum á þeim skákmótum, sem hann tók þátt í. Skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina var þó kominn fram á sjónarsviðið maðnr, sem virtist niundu verða honum skæður keppinautur. Það var Cubamaður- inn J. R. Capablanca. Hann var sannkallað undrabarn í skák. Hann lærði að tefla 4 ára gamall og virtist ekkert þurfa fyrir skákinni að hafa. Árið 1914 var allt búið undir einvígi milli hans og Laskers, en þá kom heimsstyrjöldin og kom í veg fyrir það. Þetta einvígi var svo háð árið 1921. Lasker gafst upp eítir að hafa tapað 4 skákum og gert 10 jafntefli. Hann hafði þá verið heimsmeistari lengur en nokkur ann- ar, fyrr eða síðar, eða 27 ár. Sagt er, að Capablanca hafi aldrei komizt í tapstöðu í þessu einvígi. Hinn nýi heimsmeistari sýndi það næstu árin, að hann var vel að sigrinum kominn. Það þótti viðburðui’, ef hann tapaði skák, og svo var komið, að margir töldu hann ó- sigrandi. Sjálfur taldi hann, að skákin væri orðin svo þrautkönnuð, að nauðsynlegt væri að breyta henni og lagði til, að reitun- um á skákborðinu yrði fjölgað í 100 og mönnunum í 50. Þetta fékk þó daufar und- irtektir sem betur fór, enda kom það í ljós, að Capablanca hafði ekki reiknað rétt. Sá, sem sannaði það, var Rússinn Alexander Alekhine. Hann liáði einvígi við Capa- blanca um heimsmeistaratitilinn árið 1927. Þeir höfðu þá teflt saman á mörgum skák- mótum, og hafði Capablanca alltaf haft betur. Flestallir, sem um einvígið skrifuðu, töldu Capablanca sigurinn vísan, og hann virtist sjálfur hafa verið á þeirri skoðun. Þetta einvígi varð eitthvert það harðasta, sem sögur fara af. I fyrstu skákinni hafði Alekhine svart og tókst að sigra Capa- Ijlanca, en það var í fyrsta sinn, sem hann vann af honum skák. Eftir það gaf Alek- hine aldrei eftir og sigraði með 6 unnum skákum gegn 3, en 25 urðu jafntefli. Alekhine er af mörgum talinn djarfasti og fjölhæfasti taflmaður, sem uppi hefir verið, og næstu árin bar hann ægishjálm yf- ir alla skákxneistara á skákþingum. Hann tefldi mjög mikið, gagnstætt því, sem þeir gerðu Lasker og Capablanca. Alekhine kom til íslands árið 1931 og tefldi hér fjöltefli

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.