Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1957, Page 56
42 BROWN ÞRAUTSEIGI N. Kv. Himininn var skínandi blár, og brenn- andi sólin virlist halla bráðnum hitastraumi yfir þenna skorpna landskika. Blámi hafs- ins var mildari, og út við hafsbrún sást grá- leit lína, sem teygðist út í víðáttuna til beggja handa; hún var jaðar á hafstraumi, þar sem hundruð sjófugla hvomuðu í sig lifandi og dauðu æti, sem flaut á straum- mörkunum. Engin merki um mannlegt líf voru sýni- ieg svo langt sem augað eygði, nema aðeins Albert Brown sjóliði hnipraður í hraun- skorunni, og hungur, þorsti, hitasótt og blóðmissir voru í þann veginn að sálga hon- um, einu mannverunni á þeim slóðum. Ver- ið gat, að mörgum árum síðar rækist ein- liver vísindamaður í rannsóknarferð á skin- in bein hans og færi að brjóta heilann um þetta brotna rif og hálfsundraða berðablað. Samt er vafasamt, hvort hann kæmist að nokkurri niðurstöðu. II. kapítuli. Saga vor byrjar raunar liðugum tuttugu árum' áður með því að Samille-Samarez sjó- foringjaefni situr í járnbrautarklefa og er á leið frá koiíunglega sjóforingjaskólanum í Greenwich til London, þar sem hann ætlar að eyða vikuleyfi sínu eftir eigin geðþótta. Hann sat í klefa fyrsta farrýmis og leit ýmist í dagblað, út um gluggann, upp í klefarjáfrið eða á kvenmann, sem sat hæ- versklega í skakkhorn við hann í klefanum. Hann var ekki gefinn fyrir að lesa lengi í einu eða brjóta neitt málefni til mergjar. Eins og eðlilegt var, hugsaði hann um fyrstu einkunn sem veg til virðingarstöðu. og síðan um aldursframa gagnvart afrek- um, og hann reyndi að gera sér grein fyrir, hvort hann mundi nokkurn tíma geta náð skipstjórastöðu og fikað sig svo þaðan upp í þá ógnarhæð virðingar og frama að verða flotaforingi. I augum hans voru flotafor- ingjar að vísu rétt eins og fólk er flest, því að forfeður hans höfðu verið í flotanum í marga ættliði; föðurbróðir hans var flota- foringi þá sem stóð, afi hans hafði stjórnað fylkingarskipi hjá Kronstadt í Krímstyrj- öldinni, og langalangafi hans hafði barizt við Níl og orðið flotaforingi á stjórnarárum Georgs fjórða. En ekki hugsaði hann lengi um flotafor- ingjana, því að hann var einkennilega ó- þreyjufuliur og eirðarlaus, og hann óskaði þess, að kvenmaðurinn væri ekki í klefan- um, svo að hann gæti lagt fæturna upp í sætið á móti og reykt. Hann leit til hennar og sá, sér til nokkurrar furðu, að hún var að athuga hann á þann hátt, sem erfitt er að lýsa — kæruleysislega að vísu, en samt vin- samlega, en sannarlega ekki með þeim svip, sem kvenmanni sæmdi að líta á karlmann, sem hún var samferða í brautarklefa á því herrans ári 1893. Þetta kom flatt upp á hann, svo að hann leit undan, en svo renndi hann augunum til baka laumulega og hik- andi jafnskjótt sem hann var viss um, að hún horfði í aðra átt. Nei, hún var ekki af því tæinu, það náði engri átt; augnatillitið var svo rólegt og blítt, næstum því eins og hún væri nunna. Hún var lagleg kona, bar tízkuhatt á höfði með fjöður að aftan, var í snyrtilegri kápu með aðskornum ermum og hvítum kraga og táin í nettum skó gægð- ist undan pilsfaldinum — spengilega vaxin og mátulega mittisgrönn. Þegar hann leit á hana, sneri hún sér við og leit á hann; þá roðnaði hann allt niður á veðurtekinn háls- inn og leit út í gluggann í vandræðum sín- um. En einu sinni enn stalst hann til að skotra augum til hennar, og þá brosti hún við honum. Faðir Agöthu Brown var matjurtasali og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.