Templar - 20.08.1923, Page 11

Templar - 20.08.1923, Page 11
Fylgirit Tcmplars 3923 9 læknirinn fær von um, að sjúklingurinn muni hafa fengið vitið aftur að nokkru leyti, þá fer læknirinn með hann inn í sérstakt herbergi þar sem er vatnskrani. Læknirinn opnar, svo vatnið streymir um gólfið. Svo skipar hann manninum, sem prófa á, að leggjast niður á gólfið og drekka upp alt vatnið, sem streymir á gólflð. Ef sjúklingurinn hlýðnast skipuninni og reynir að drekka vatnið jafnóðum og það rennur á gólflð, þá veit læknirinn, að sjúkl- ingurinn hefir enn ekki t'engið vitið aftur. En ef hann í stað þess hleypur til og lokar kran- anum, svo vatnið hætti að streyma, þá bros- ir læknirinn ánægjulega og segir: »Maðurinn hefir fengið vitið aftur. Það er óhætt að senda hann heim«. Eiturkranar í hundruð þúsund&taii voru til um öll Bandarikin. Og þeir stóðu opnir, svo eitrið fióði um bygðir og ból. Þeir stóðu opnir alla daga, já, í stórborgum stóðu þeir líka opnir um nætur. Vínsalarnir í stór- borgunum höfðu veitingakrárnar opnar 24 stundir í sólarhring og óskuðu þess mjög, að það væru fleiri stundir en 24 i hverjum sól- arhring. I

x

Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.