Sumargjöf - 01.01.1905, Page 12

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 12
Þrjú viðfangseíni. Philosopliia ex rationum collatione eousistit. . Cicero. Heimspeki er rökstudd skoðun á heiminum. Heim- spekingar eru því þeir ménn, sem bera allar greinar þekkingarinnar saman, sem þeim eru kunnar, til þess að ráða af því, hvert muni eðli verandinnar og tak- mark. Grote segir i upphafinu á riti sínu um Plato: »Hann krefst til handa sjálfum sér og á einnig að krefjast til handa öllum öðrum þess réttar, að heimta sannanir, þar sem aðrir trúa (He[o: the philosopher] claims for himself and he ought to claim for all otiieis alike tlie right of calling for proof, where otliers believe)«. En sannleiki sá, sem hann leitar að. hlitur þá að vera rökstuddur sannleikur (reasoned truth), og fii'ir þvi er það eðli heimspekinnar að eiga í deilum. Kansóknarefni lieimspekinga er heimurinn, það er að skilja öll verandin (alt, sem til er). Það sem þeir leita að er rökkstudd skoðun á heiminum og lifinu, bigð á vísindunum. (Hvad Tanken soger i Filosofien er cn videnskabelig Livs- og Verdensop- i'attelse. Hoffding: Spinoza). 1 þessari leit eru þrjú höfuðatriði, leitin að eðli og takmarki allrar verandi, leitin að lögum og takmörkum liugsunarinnar- og leitin að reglum um rétta breitni manna.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.