Sumargjöf - 01.01.1905, Page 22

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 22
Gull. Þegar liann var kominn yflr kristni, varð hann að fara úr föðurgarði, þvi að foreldrar hans áttu ínikla ómegð en lítið gull. Faðir hans fekk lionum göngustafinn, lagði hendur yfir hann og- sagði: »Vertu hamingjusamur, drengur minn, og eignastu mikið gull«. Móðir hans kyssti hann, klappaði á kinnina á honum og sagði: »Guð minn góður gæti þín altaf og gefi þér gull«. Glaðui' og hraustur hóf iiann göngu sína, átti margar vonir, en ekkert gull. Skamma stund hafði hann gengið, þegar hann tók að hugsa um, hvert stefna skyldi, því að hann sá ýmsar leiðir. Þá kom hann auga á öldung mik- inn, hvítan fyrir iiærum, lotinn í herðum og tigulegan ásýndum. Sá hafði bók mikla og las í liljóði fyrir sjálfan sig. Drengurinn tók ofan húfuna og sagði: »Herra minn, viljið þér ekki kenna mér það, sem stendur í bókinni yðar?« Öldungurinn rétti út höndina og sagði: »Gull, gull«. Drengurinh hristi höfuðið, því að gull átti hann ekki. »Viljið þér ekki segja mér, hvaða veg ég á að fara?«, spurði hann hikandi. öldungurinn leit upp, rétti aftur út höndina og sagði: »Gull, gull«.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.