Sumargjöf - 01.01.1905, Side 28

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 28
26 þangað til aftur fór nð hlýna. En aldrei hefir mér leiðst eins og í vetur sem leið. Eg svalg drjúgum sveitaloftið og nýmjólkina á heimleiðinni. En þegai’ hingað kom fór vorgleðin mín ut um þúfur. Það var tæpast að ég hefði tíma til að hvíla mig eftir ferð- ina; undireins varð ég að fara að vinna. Það er hart fyrir þann, sem skapstór er og veikbygður, að verða að ganga fram af sér við skipanir ruddalegra og hlífðarlausi’a smásálna, sem víða eru. Það er harf að verða að flýta dauða sínum með of mikilli baráttu fyrir lífinu, þegar aðrir spilla heilsu sinni með of miklum nautnum. Eg sagðí að mér liði furðanlega vel. Það er satt. Þegar ég stend við orfið, get ég slegið svo heila tima, að ég viti ekkert af því, sem er í kringum mig. Þá opnast mér lieill heimur og þar er hugur- inn. Eg er nokkuð meira skáld við orfið, heldur en þegar ég sat við borðið hjá mér i Reykjavik. En nú vantar mig ríma til að gefa því búning og skrifa upp, það sem mér dettur i hug. Mér þykir líklegast, að ég komi ekki suður i liaust. Þú veizt að ég hefi aldrei verið í íieinu uppá- haldi i skólanum; þess vegna geri ég mér ekki von um háan styrk fremnr en undanfarið. Ég held síra Jijörn ætli að lofa mér að vera í vetur. Læt, ég hann þá hafa kaup mitt eftir sum- arið, hvað sem það verður, og kenni krökkunum hans eittlivað smávegis; þau eru öll ung. En línu skal ég senda þér við og við, ef ég sé að þér þykir nokkuð i það varið og skrifar mér aftur. Nú verður þetta að nægja. Vertu margblessaður! Þinn.-------

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.