Sumargjöf - 01.01.1905, Side 31

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 31
29 2. des. Kæri vinur! Þökk fyrir bréfið! Mér líður prýðisvel. Heilsan ■er jafnvel farin að skána, finnst mér, enda get ég nú farið vel með mig. Hver veit, nema ég skríði saman, svo að ég komist til fullorðins áranna. Það væri þó gaman að ná nokkrum aldri og geta látið eitthvað eftir sig liggja. Hitt er leiðinlegt að fæðast svo og deyja, að enginn hafi orðið var við þegar upp var staðið og öllu á botninn hvolft. Ég vildi að ég ætti hægra aðstöðu en þetta, þá skyldi ég starfa mikið og yrkja mikið. En því er ekki að lieilsa; þegar ég er orðinn stúdent verð ég að taka hvaða starfi, sem mér býðst og hrósa liappi. Ég skyldi steinhætta að hugsa um skáldskap, ef ég gæti. En ég er fæddur með ýmsum ósköpum, sem ég get ekki við mig losað. Það er sárt að vera svona fátækur og kominn llPP á náð góðra manna. Okkur ræflunum vill nú auðvitað til, að þeir eru svo sárfáir góðu mennirnir; þess vegna þurfum við svo fáum að þakka. , Það liggur við að ég sé farinn að lifa nýju lífi. Eg er farinn að treysta dálítið hamingju minni og v°na eins og þegar ég var barn. Stundum eru vonir mínar svo háfleygar, að ég get ekki varizt dlátri, þegar ég hugsa til þess, að maður á mínum nldri skuli hugsa svona. öðru hverju er ég að líta yfir kvæðin mín og er nú búinn að dæma til dauða 'Uinan fjórða part af þeim, sem fengu náð fyrir 'öinuin augum, seinast þegar ég leit yfir syrpuna 'uina. Heitasta óskin mín núna er sú, að geta glatt ana mömmu á elliárunum. Henni á ég svo mikið þakka, þvi hún hefir innrætt mér svo megnan viðbjóð á öllu illu, að ég held að ég geti aldrei

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.