Sumargjöf - 01.01.1905, Page 38

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 38
36 Helga og segðu Hjarna, að ínér þætti gaman að sjá hann i sumar, þegar hann fer heim, ef ég lifi þá'og hefi rænu. Vertu sæll um alla æfi ! Þinn vinur — — 29. maí. Hjartkæri vinur minn! Ástar þakkir fyrir allt gott og öll bréfin. Xú get eg ekki lengur skrifað sjálfur og verð því að láta skrifa fyrir mig. Svona er ég orðinn aumur, enda verður þetta víst seinasta hréfið, sem þú fær frá mér. En mér fanst ég samt þurfa að senda þér þessar linur, einkanlega til að segja þér tvent. Fyrst er þá það, að ég liefi brent öll Ijóð mín. Ekki skaltu harmaþau; að þeim er lítill skaði: þau voru hvorki mörg né merkileg. Mér fannst þau ekki geta, staðizt dóm ókunnugra manna. Þá þótti mérþau of berorð, og sýna tilfinningar mínar of naktar. Sum voru beinlínis illa ort og ýmislegt var þar, sem ég vildi helzt aldrei sagt hafa. Hitt, sem mig langaði til að þú vissir, er breyt- ing, sem orðið hefir á sálarlífi mínu. Nú bíð eg ör- uggur dauðans og vona með mönnnu. Þér þykir þetta kannske undarlegt, en svona er það nú samt. Annars held ég að ég hefði ekki þrek til þess að biða svona lengi eftir dauðanum. Ég treysti mér ekki til að skrifa þér meira um þetta efni, sízt úr því að ég get ekki skrifað sjálfur. Vertu var um þig í lífinu, vinur, svo að dauðinn verði þér ekki of erfiður. Svo óska ég þér allrar hamingju um alla daga þína og kveð þig nú i siðasta sinn með sannri ást og vináttu. Þinn til dauðans------- * * *

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.