Sumargjöf - 01.01.1905, Side 52

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 52
50 » Vertu hughraust!« »Ó, ekki annað en það. Svo lengi, sem ég get mun ég reina að verða við þeirri ósk þinni«. »Ég þakka þér 1'irir«, sagði hún og brosti svo skært, að mér síndist geislar stafa af andliti hennar. Síðan la-ut hún niður og kisti mig á ennið. »Þú mátt ekki heldur gleima mér, ég finn þig aftur—!« »Nei, ég gleimi þér varla, Álfhildui,«. »Vertu sæl!« Sviplegt vindkast leið ifir runnana, sem stóðu næstir lindinni; það beigði greinarnar alveg ofan að vatnsborðinu. Svo varð alt hljótt. Álfhildur var horfin. Alein sat ég á bakkanum og horfði á strauminn, sem iðaði blátær á milli steinanna og fieigði við og við glampandi vatnsperlum upp á dökkgrænan mosann. & Þrjú ár voru liðin frá því Alfhildur birtist mér, sumarkvöldið fagra. Oft hafði jeg dvalið við lindina morgna og kvöld, en aldrei séð hana. Reindar fanst mér stundum að ég sjá henni bregða firir milli klettana eða ég þóttist heira mál- róm hennar inn á bak við runnana; en þegar ég gáði betur að, voru það aðeins skuggar, sem ég sá og hvíslið í blænum, sem ég heirði. Nú var þögult liaustkvöld og ég sat við lindina með höfuðið birgt í höndunum. Er minst varði fann ég að einhver lagði hönd- ina á ögsl mér og ég vissi liver það var, áður en ég leit upp.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.