Sumargjöf - 01.01.1905, Page 53

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 53
51 Alfhildur stóð frammí firir mér á ní. Ég rétti fram báðar hendurnar. »0, Álfhildur! hversvegna hefir þú ekki komið fir? Eg hefi svo oft beðið þín hér«. »Þnð veit ég«. Iíún hallaði mér að barmi sinum; hann var undarlega svalur og ég varð dauðfegin að kæla enni niitt við hann. Einhvern þægilegan straum lagði inn að hjarta mér, það sló hægar og rólegar en fir. Ég lokaði augunum og varp öndinni óafvitandi. Mér ieið svo undurvel, hafði enga löngun til þess að irða á vinkonu mína; hún hreifði sig heldur ekki neitt. högnin var svo djúp, að mér fanst ég heira tímann Þjóta framhjá og hverfa að baki okkar. Loks leit ég upp og ætlaði að tala, en Álfhildur l&gði höndina ifir varir mér. »Ég veit það alc«, sagði hún lágt. Og aftur varð löng þögn. »Veistu«, sagði hún svo og mér virtist rödd hennar titra, »veistu að þetta verður í síðasa sinni, sem við sjáumst, ég og þú . .?« Ég gat engu svarað, en starði undrandi á hana. »Já, það verður í hinsta sinn. Þú ifirgefur æsku- stöðvar þínar bráðum, ef til vill, en ég veit að þú gleimir ekki því, sem liðið er hér lieima. Þú hugsar hlitt til mín — hvert sem þú fer«. Ég gleimi hvorki þér, Álfliildur, né þvi, sem hér hefir skeð«, sagði ég og sökti sjón minni í augum hennar. Þau voru bládjúp, eins og lindin og flutu í tárum. »Vertu þá sæl!« Varir hennar snertu mínar sem snöggvast. Svo var hún horfin. — »Álfhildur!« kallaði ég, »ó, farðu ekki undir eins, ég átti eftir að segja þér svo margt!«

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.