Sumargjöf - 01.01.1905, Side 55

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 55
53 heim, sem tínir blómin úr barmi mínum, hvert af öðru og varpar þeim í strauminn. Dökkan skítlóka bar firir tunglið svo hálfdimt varð um stund. Stór fiokkur af heiðlóum flaug fram- hjá, ein þeirra kvakaði angistarlega, svo hurfu þær og vængjaþiturinn dó í fjarska. Laufvindurinn sveiflaði sér fram ifir brekkuna og læddist svo hljóðlega ofan gilið, fram með lindinni °g um leið og hann straukst hjá víðirunni, er stóð fremst á bakkanum, tindi hann fáein visin laufblöð af honum og fleigði þeim í strauminn, sem bar þau óðfluga til sjávar. Það er aftur komið vor. Hlákan hefir þvegið dalinn minn ofan frá efstu hrúnnum niður á lægstu engjarnar. Þó sitja ennþá fáeinir óhreinir hjarnblettir á milli klappanna í Hóla- brekkum. Þeir eru hinir mestu þrákelknisseggir; °ftir vanda vikna þeir ekki fir en júnisólin hefir hist þá ótalsinnum og brosandi beðið þá að verða a brant úr ríki vorsins. Loftið var svo hreint og hlítt, himininn svo blá- f'eiður og stór, sólskrikjurnar svo háværar og kátar að ég gat ekki setið kir inni. Ég hafði á meðvit- undinni að það væri sind að vera í þungu skapi þennan sólbjarta vordag. Af gömlum vana stefndi ég út að lindinni minni. Mér t'anst ég ingjast við hvert spor, sem ég steig og hugsanir mínar flugu eins og fuglar úr búri út í bláloftið. Við lindina nam ég staðar og hlustaði, en mér

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.