Sumargjöf - 01.01.1905, Page 65

Sumargjöf - 01.01.1905, Page 65
Víð ströndu grátin stúlka laut og stundi við: »Herrann greiði honum braut þess heitt ég bið«. Og Drottinn stóð við stýrið hans og studdi það, og flutti liann heilan heim til lands sem heitmey bað. En mærin var nú liðið lík og lögð í gröf, þá lagði hann aftur út úr vík á ókunn höf. Og er hann horfði heim til landsr þá linigu tár; og nú vóru allar eigur hans eitt opið sár. En svipur meyjar hreinn og hýr það höndum strauk; þá varð hann aftur eins nýr unz æfi lauk. Og' það var eins og engill væri alstaðar, sem með honum yflr björgin bærí byrðarnar.

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.