Sumargjöf - 01.01.1905, Side 75

Sumargjöf - 01.01.1905, Side 75
73 hún mundi sjá bónda sinn mulinn sundur firir aug- unum á sér. Aristodamos liafði gát á öllu og beið svo árásarinnar. Svo var að sjá sem hann vissi það vel, að hans eina bjargarvon var að vera rór í skapi, svo að hann mætti tafarlaust neita þess, ef hinn gæfi færi á sér eður gerði glappaskot. En Archippos hafði það eitt hugfast, að reina að ifirstíga mótstöðumann sinn með einhverju móti. Hann þreif báðum höndum í agslir hins, en gáði eigi að gæta sín. Nú sat Aristodamos sig ekki úr færi. Hann þröngdi handleggjum sinum inn undir arma mótstöðumanns síns og náði hriggspennuundir- tökum um hann beran. Hann beigði nú hægra knéð og þrísti höfðinu inn i hjartagróf risans. Sást ljóslega á þessum tökum að hann var og feikilega sterkur maður. Því að eigi mátti Archippos aftra þvi, að hann hóf hann á loft og reisti sig upp með hann, svo að Mitylenerisinn var allur á lofti og hvildi á höfði Aristodamos og fálmaði í vandræðum með höndum og fótum. Þessum glímutökum beittu menn helst við sér sterkari menn, enn hinn sterki leirkera- smiður stóð nú þar föstum totum og lét Archippos sprikla sem hann vildi. Hinn risavagsni Mityleningur sá að liaun var i hættu staddur og tók nú til örþrifráðanna. Glímu- lögin leifðu að taka um háls mótstöðumannsins og kreista þar til hann bæðist friðar. Archippos freistaði uú þessa. En annaðhvort hafði Aristodamos búist við því, eða þungi risans hafði þríst höfðinu niður að brjóstinu. En livort sem var, náði Mitylening- urinn ekki nema til hökunnar í stað hálsins. En honum varð nú hvert augnablik öðru erfiðara. Hinn sterki leirkerasmiður hniklaði armvöðvana og keirði

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.