Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 27
SELANDIA Rudolf Diesel verkfr. Þann 17. febrúar s. 1. minntust Danir merkilegs afmælis í iðnaðar og atvinnusögu lands síns. Voru þá liðin 50 ár síðan farin var reynnslu- ferð á hafskipinu „Selandía“, en það vakti þá mikla athygli og þótti hið mesta undraskip. Vélarnar í Seland- íu voru tvær 1250 hestorkur hvor. Svo vel reyndust vélar þessar, að þær urðu fljótlega skæður keppi- nautur eimvélanna einkum í skip- um, og seinna bæði í orkuverum á landi og járnbrautarvögnum. Sunn- ar í álfunni, í Hollandi, í Þýzkalandi og víðar, höfðu dieselvélar verið smíðaðar og settar í skip, en þær höfðu ekki reynst vel. Þýzk diesel- vél sem átti að fara í herskip sprakk t. d. í sundur þegar hún var reynd á verkstæðinu. Hin fyrstu stóru aldahvörf í sögu siglinganna urðu, þegar Robert Ful- ton sigldi eimskipi sínu niður Hud- son fljótið, skipinu með eldinn í botninum, eins og það var kallað þá. Það var 38 árum eftir að fyrsta eimvél James Watt var gangsett árið 1769. í full eitt hundrað ár hafði smíði eimvélanna þróast stig af stigi, og skipavélarnar náð mikilli fullkomn- un og gangöryggi. Næsta stóra byltingin á þessu sviði verður þegar þýzki verkfræðingur- inn Rudolf Diesel finnur upp há- þrýstimótorinn og fær einkaleyfi fyrir smíði á honum árið 1892. í mörgum löndum var unnið að full- komnun hans næstu árin, og meðal annars að gera hann snarvendann. En það var þá talin forsenda fyrir því að hægt væri að nota hann í skipum. Hin vel þekkta danska skipa og vélaverksmiðja B & W., hafði tryggt sér einkaleyfi fyrir Danmörku til þess að smíða dieselvélar árið 1898, og fyrsta vélin sem kom á markað- inn frá þeim (no I) var fullsmíðuð árið 1904. Var það 40 H. O. landvél. Vann B & W nú stöðugt að endur- bótum á vélum sínum, og meðal annars að gangskiftitækjum á þeim. Fyrir áeggjan og hvatningu for- stjóra danska Austurasíufélagsins hr. H. N. Andersen hófst verksmiðj- an handa um smíði á dieselvél í hafskip. Atti skipið að vera 400 lestir að stærð. I endurminningum H. N. Andersen segir meðal annars um þessi viðskipti: „Félagið byrjaði með því að semja um smíði á 400 lesta skipi, og taldi verksmiðjan sig ör- ugga um að geta smíðað dieselvél sem hæfði því. Viku seinna gerði fé- lagið eftirfarandi fyrirspurn. Þegar þér nú getið smíðað svona vél í 400 lesta skip, getið þér þá ekki eins smíðað svona vél í 1000 lesta skip? Jú reyndar, — var svarið. Og því þá ekki í 3000 lesta skip? Verk- smiðjan hikaði dálítið, en svaraði síðan að það mætti takast. Nokkr- um dögum síðar gerir skipafélagið enn fyrirspurn. Því ekki að smíða vél 6000 lesta skip með sama gang- hraða og um var talað? Eftir nokk- urn umhugsunarfrest kom játandi svar frá verksmiðjunni, hún treysti sér til þess. Og með því að 7000 lestir var álitið hentugasta stærðin, var samið um smíði á slíku skipi.“ Sýn- ir þetta hve fyrstu sporin út á þessa nýju braut voru stigin hikandi, mik- ið var í húfi. Nú er annað uppi á teningnum. A fyrri hluta nítjándu aldar, þeg- ar eimskipin komu fyrst til sögunn- ar, voru hinir reykspúandi stromp- Winston Churchill þáv. sjávarútvegsmalaráðh. skoðar Selandia við komuna til London 1912, ásamt forstjórum B & W og O. K. og skipstjóra skipsins. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.