Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 28
Knud Fr. Holm, yfirvélstjóri á ms. Selandia.
ar þeirra sönn hneykslunarhella og
viðbjóður öllu fagurfræðilega hugs-
andi fólki. Þess vegna var það, að á
sumum þessum skipum sem öll
höfðu fullan seglbúnað, voru reyk-
háfarnir þannig gerðir að hægt var
að ýta þeim saman, eins og sjón-
auka, niður í skipið, svo að þeir
hurfu að mestu, — var hafður sá
háttur á ef leiði var gott og vélar-
innar ekki þörf. Reykháfur þótti þá
jafn óviðfelldinn á fallegu seglskipi,
eins og ef maður mætti með fótbolta-
skó á fótum og derhúfu á höfði í
veizlusal þar sem fólk væri saman-
komið í hátíðabúningi.
En þetta breyttist smám saman, og
þegar leið á öldina var fólkið farið að
venjast reykháfunum og jafnvel trúa
á þá. Þeir urðu í augum þess tákn
hraða og öryggis. Þegar Vestur-
heimsferðir voru hvað mestar upp
úr aldamótunum, var það áberandi
hve fólkið sóttist eftir að komast
með skipum sem höfðu marga reyk-
háfa, það var ekki nóg með einn
reykháf 2 var betra, helst 3 þurftu
þeir að vera. Það var eins og örygg-
iskendin ykist með hverjum reykháf.
Eimvélin var um þessar mundir
orðin hið mesta átrúnaðargoð skipa-
félaganna, og yfirleitt allra siglinga-
þjóða. Með tilkomu eimtúrbínanna
fyrir aldamótin, var stærð þeirra lít-
il takmörk sett. Þær voru orðnar
gangvissar og traustar. Eimskipin
voru búin að mestu að útrýma hin-
um „hvítu svönum“ af heimshöfun-
um, öld seglskipanna var liðin, tími
eimskipanna tekinn við.
Og nú komu Danir, litla landbún-
aðarþjóðin við Eyrarsund, með þetta
einkennilega skip með ,,olíuvél.“ Það
hafði ekki einu sinni reykháf. Var
nokkur furða þó það vekti athygli?
22000 sjómílna vel heppnuð reynslu-
ferð þess til Austurlanda, varð um-
talsefni blaðanna um heim allan.
Fólkið streymdi að hvaðanæva til
þess að skoða skipið þar sem það lág
við land. Og svo mikill var gesta-
gangurinn, að þrisvar varð að skifta
um gólfábreiður í göngum og setu-
stofum í fyrstu ferðinni.
Meðal gestanna voru furstar og
framámenn í stjómmálum, útgerðar-
málum og iðnaðarmálum. Vélbún-
aður Selandíu var nýjung sem vissu-
lega vakti athygli. Hamingjuóskir
brezka hermálaráðherrans, sem þá
var Winston Churchill, er hann
flutti í morgunverðarboði á skipinu í
Lundúnahöfn, hafa þótt orð í tíma
töluð, hann sagði: „Mér er ljúft að
óska Danmörku til hamingju, hinni
gömlu siglingaþjóð sem hefir vísað
veginn og stígið framfaraspor sem
valda mun byltingu í framþróun sigl-
inganna. Þessi skipsgerð er full-
komnasta meistaraverk aldarinnar.11
Það var af „praktiskum“ ástæðum
að útblásturspípumar á Selandíu
voru leiddar upp með aftursiglunni,
reykháfs var ekki þörf. En nú braut
þetta aftur í bág við fegurðarskin
fólksins, eða kannski við gildandi
tízku. Það vantaði eitthvað. Al-
menningsálitið er máttugt. Nú hafa
öll stór motorskip fengið reykháf,
þó sjaldnast sjáist rjúka á þeim bæ.
Það virðist róa fólkið að horfa á
hann þó að innan í honum sé ekkert
annað en t. d. vatnsgeymir, hljóð-
deyfar eða því um líkt.
Já, það var engin furða, þó þetta
nýja „dampskip“ vekti forvitni fólks-
ins og athygli. Utvegsmönnum, sem
kynntu sér hina fjárhagslegu hlið
við notkun skipsins, gaf það fyrir-
heit um mjög aukna hagnaðarvon.
Það var eitthvað annað en á eim-
skipunum, að geta nú haft eldsneyti
til langrar ferðar í skipsbotninum, og
sparað með því lestarrúm. Og þá
var það mannahaldið. A eimskipi á
stærð við Selandíu þurfti 25 menn
í vél, en nú var gert ráð fyrir 8
mönnum. Hins vegar var svo spurn-
ingin um gangöryggi og viðhald. Ur
því gat reynslan ein skorið.
Tryggingarfélög og bankar voru
í fyrstu mjög íhaldssöm um fyrir-
greiðslu þegar um smíði mótorskipa
var að ræða, og Lioyds átti ekki
neinar öryggisreglur um smíði slíkr-
a véla. Af frásögnum um smíði vél-
anna í Selandíu má ráða, að um
þær hafi verið útgefnar reglur að-
34 SJOMANnadagsblaðið