Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Side 21
Flotinn í höfn á sjómannadaginn. Formannavísur nefnd, sem sér um útihátíðahöldin og sérstök nefnd sér um skemmti- atriði á kvöldin. Sjómannadagurinn í Bolungar- vík er með föstu sniði. Við byrjum hátíðahöldin á laugardegi með hópsiglingu bátanna. Þá er öllum Bolvíkingum boðið í skemmtisigl- ingu og margir fara þar sína fyrstu sjóferð. Um kl. 10 er safnast saman við öldubrjótinn og gengið er undir fánum til kirkju, og hlýtt á messu. Síðan er farið upp í kirkjugarð, þar sem lögð eru blóm að minnis- varða þeirra er fórust með Baldri árið 1941. Með því móti minnumst við látinna sjómanna og þeirra er farist hafa á sjó. Ekki aðeins Bol- víkinga, heldur allra sjómanna. Síðan er gert hlé, en um klukk- an 14 byrjar kappróður við höfn- ina og að róðri loknum, er gefið smá kaffihlé. Að því búnu byrja svonefnd útihátíðahöld, en þá er farið í allskonar leiki og keppni — og allir eru með. Ég er að vísu ekki mjög fróður um sjómannadaga í öðrum byggðum, en mér sagði læknir úr útgerðarbæ fyrir norðan, að hann hefði orðið mjög undrandi, er liann kom til Bolungarvíkurog var þar á sjómannadaginn, þegar nafn hans var allt í einu nefnt og hann átti að taka þátt í pokahlaupi, eða einhverju svoleiðis. í hans heima- bæ tóku að vísu flestir þátt í há- tíðahöldunum, en þó skiptist þetta í tvo hópa, þátttakendur og áhorf- endur, eins og hann orðaði það. Hér eru allir með, eða þátttak- endur. Enginn undanskilinn. Þessi útihátíðahöld standa yfir- leitt til klukkan 18, og er þá gert hlé, en klukkan 20:30 hefst skemmtun í félagsheimilinu með skemmtiatriðum, er stendur til klukkan 22:30. Þá hefst dansleik- ur, sem er seinasta atriði hátíða- haldanna á sjómannadaginn. Nú þarf ekki að taka fram, að öll skip eru í höfn, ef því verður mögulega við komið. Jón frá Vöðlakoti: Frá Vöðlakoti karskur Jón, kugginn flot á drífur, aflanotinn áls um frón í stórhrotum þrýfur. Á „Farsæl“ vindur voð að hún, þó versni lyndi Kára, stikar í skyndi stökkuls-tún, stríð þó hrindi bára. Jón Stefánsson, af Eyrarbakka: Stefánsarfi um ufsa-frón aflastarfið reynir, heppinn, djarfur, hraustur Jón hlunna karfa beinir. Honum fylgir hamingja hafs- á æstum boðum, fram úr bylgjum „Fortuna“ fer með glæstum voðum. Magnús Jónsson, frá Hjalla: Út um bungur flyðrufróns, við fiska- slunginn leitir, Magnús ungur arfi Jóns, ára-lungi beitir. Hamaðist lengi hrönnin breið, herða drengir strengi, flytur „Engey“ — ítur skeið áls — um vengi mengi. Magnús Jónsson, frá Hrauni: Magnús harður Hrauni frá, hnýsu-jarðir kannar, ekkivarð að vatni sá þó va\i garður Hrannar, Skafla háa brýtur „Björg“, bylur þá í strengjuni, skeiðar bláan skerja-hörg, skipuð knáuin drengjum. SJÓMANNDAGSBLAÐIÐ 21

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.