Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 21
Flotinn í höfn á sjómannadaginn. Formannavísur nefnd, sem sér um útihátíðahöldin og sérstök nefnd sér um skemmti- atriði á kvöldin. Sjómannadagurinn í Bolungar- vík er með föstu sniði. Við byrjum hátíðahöldin á laugardegi með hópsiglingu bátanna. Þá er öllum Bolvíkingum boðið í skemmtisigl- ingu og margir fara þar sína fyrstu sjóferð. Um kl. 10 er safnast saman við öldubrjótinn og gengið er undir fánum til kirkju, og hlýtt á messu. Síðan er farið upp í kirkjugarð, þar sem lögð eru blóm að minnis- varða þeirra er fórust með Baldri árið 1941. Með því móti minnumst við látinna sjómanna og þeirra er farist hafa á sjó. Ekki aðeins Bol- víkinga, heldur allra sjómanna. Síðan er gert hlé, en um klukk- an 14 byrjar kappróður við höfn- ina og að róðri loknum, er gefið smá kaffihlé. Að því búnu byrja svonefnd útihátíðahöld, en þá er farið í allskonar leiki og keppni — og allir eru með. Ég er að vísu ekki mjög fróður um sjómannadaga í öðrum byggðum, en mér sagði læknir úr útgerðarbæ fyrir norðan, að hann hefði orðið mjög undrandi, er liann kom til Bolungarvíkurog var þar á sjómannadaginn, þegar nafn hans var allt í einu nefnt og hann átti að taka þátt í pokahlaupi, eða einhverju svoleiðis. í hans heima- bæ tóku að vísu flestir þátt í há- tíðahöldunum, en þó skiptist þetta í tvo hópa, þátttakendur og áhorf- endur, eins og hann orðaði það. Hér eru allir með, eða þátttak- endur. Enginn undanskilinn. Þessi útihátíðahöld standa yfir- leitt til klukkan 18, og er þá gert hlé, en klukkan 20:30 hefst skemmtun í félagsheimilinu með skemmtiatriðum, er stendur til klukkan 22:30. Þá hefst dansleik- ur, sem er seinasta atriði hátíða- haldanna á sjómannadaginn. Nú þarf ekki að taka fram, að öll skip eru í höfn, ef því verður mögulega við komið. Jón frá Vöðlakoti: Frá Vöðlakoti karskur Jón, kugginn flot á drífur, aflanotinn áls um frón í stórhrotum þrýfur. Á „Farsæl“ vindur voð að hún, þó versni lyndi Kára, stikar í skyndi stökkuls-tún, stríð þó hrindi bára. Jón Stefánsson, af Eyrarbakka: Stefánsarfi um ufsa-frón aflastarfið reynir, heppinn, djarfur, hraustur Jón hlunna karfa beinir. Honum fylgir hamingja hafs- á æstum boðum, fram úr bylgjum „Fortuna“ fer með glæstum voðum. Magnús Jónsson, frá Hjalla: Út um bungur flyðrufróns, við fiska- slunginn leitir, Magnús ungur arfi Jóns, ára-lungi beitir. Hamaðist lengi hrönnin breið, herða drengir strengi, flytur „Engey“ — ítur skeið áls — um vengi mengi. Magnús Jónsson, frá Hrauni: Magnús harður Hrauni frá, hnýsu-jarðir kannar, ekkivarð að vatni sá þó va\i garður Hrannar, Skafla háa brýtur „Björg“, bylur þá í strengjuni, skeiðar bláan skerja-hörg, skipuð knáuin drengjum. SJÓMANNDAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.