Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Page 11
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
9
Pétur Sigurðsson:
TIL ÁMINNINGAR
Pétur Sigurðsson.
Það er margt til að skrifa um
þessa dagana, sem snertir
sjómannastéttina, og er
Efnahagssvæðissamningurinn þar
náttúrlega, sem mest brennur á
mönnum í stundinni. Ég hef ekki
haft aðstöðu til að kynna mér þá
samninga ennþá efnislega, en hef
lagt til í grein í Mbl. að sjómenn
veldu sér nefndarmenn til að kynna
sér þau atriði, sem þar snerta hags-
muni sjómannastéttarinnar.
En sem jafnan fyrir mér er ævin-
lega mál málanna það, að ekki verði
lát á því starfi, sem ég hef varið hálfri
ævinni til, að bæta aðbúnað aldr-
aðra.
Hjá okkur í Sjómannadagsráðs-
samtökunum eru alltaf í gangi að-
gerðir í þessu skyni.
Nú er unnið að því að auka rými
vistfólks á Hrafnistu í Reykjavík, til
tómstundaiðkana, og þar þarf að
byggja þjónustumiðstöð, sem einnig
gæti þjónað fólkinu úr Norðurbrún
ogSkjóli.
Skortur á hjúkrunardeildum fyrir
aldraða langlegusjúklinga hefur ekki
minnkað, fremur aukizt, þrátt fyrir
að mikið hafi verið unnið að þessum
málum.
Háöldruðum hefur stórlega fjölg-
að í hlutfalli við fólksfjölgun í land-
inu, og þeirri þróun þarf að mæta.
Almenningur hefur ævinlega mikið
stutt við bakið á okkur í Sjómanna-
dagsráði í þessu efni.
Ég minni í lokin á happdrætti
DAS, sem er okkar bakhjarl í allri
uppbyggingu á okkar vegum.
Þótt mikið gangi á í landinu í ýms-
um efnum og sýnist þar margt stór-
málið, sem leysa þurfi, þá mega aldr-
aðir ekki gleymast í þeim atgangi.
Öldrunarmálin eru og verða stórmál
með þjóðinni, sem ætíð verður að
sinna.
„VILT ÞÚ DRAGA
ÚR TILKOSTNAÐI
VEIÐA"
OG VEIÐA VEL
POLY-ICE TOGHLERAR
ERU LAUSNIN
TOGHLERAR OG BLAKKIR
FRAMLEIÐUM
EINNIG:
F10TTR0LLSHLERA
FLOTTROLLSLÓO
TROLLSIÆÐUR
Á LAGER:
D-LÁSAR
PATENT LÁSAR
FLATHLEKKIR
EGGHLEKKIR
SIGURNAGLAR
KEOJUR
RAESUÐUVÍR
„BAKSTROFEUIC
nMUn*, DKWÍIUL POUAIOPPW. VlMÚlUJIi
ÁRATUGA REYNSIA í FRAMLEIOSLU TOGBÚNAEIAR
J. HINRIKSSON hf
Súöarvogur 4, P.O. Box4154, 124 Reykjavik, Sími: 91-814677;
680775, Teiex: 2395 Henrik. Telefax: 91-689007.