Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Qupperneq 21
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19 kostnað, sem lífeyrissjóðirnir hafa haft af ellílífeyrisreglu frá 1980, þ.e. 60 ára lífeyrisreglunni. Þegar þetta hefur orðið, sem líklegt er að verði þegar þetta er ritað, þá stöndum við í lífeyrissjóðum sjómanna nokkurn veginn á núlli. Vegna ofangreindrar útgjaldaaukningar er staða Lífeyris- sjóðs sjómanna þannig í dag, að hann stendur fyrir um 63% af skuldbind- ingum sínum og við verðum því að halda vel á okkar málum. Reyndar myndaðist aðalvandi sjóðsins á árunum fyrir 1980 í mestu verðbólguárunum og sparifé þá óverðtryggt og ávöxtun nær engin. Nú hefur ávöxtunarþátturinn breytzt, og verið mjög hagstæður okkar sjóð sem öðrum. Rekstrar- kostnaður sjóðsins er mjög lágur 2.3% af heildarinnkomu, sem þykir mjög lágur kostnaður. Lífeyrissjóðir eru ekki aðeins til að bæta mönnum örorku, heldur eru þeir sjóðir sem menn safna í til elliár- anna. Það er ljóst að í þessu efni verða lífeyrisþegar að vera á verði gagnvart ríkisvaldinu, að það rýri ekki lífeyrinn með sköttum. Á síðasta þingi lögðum við Hrafn- kell Jónsson fram tillögu til þings- ályktunar um afnám tvísköttunar af lífeyrissjóðsgreiðslum. Það var aldrei ætlunin með stofnun lífeyris- sjóða, að ríkið tæki til sín það sem í þá væri greitt með tvísköttun eða þrísköttun á greiðslur í þá. Þeg'ar staðgreiðslu skatta var kom- ið á, var um leið tekin upp tvísköttun lífeyrisgreiðslna. Tekjuskattur var lagður á þær tekjur, sem launþegi greiddi í lífeyrissjóð (4%), og síðan er aftur lagður skattur á þessar greiðslur, þegar lífeyririnn er greidd- ur út og þriðja skattinn má kalla þá skerðingu, sem greiðsla úr lífeyris- sjóði veldur tíðum á tekjutryggingu úr Tryggingarstofnun ríkisins. Guð- mundur H. Garðarsson hafði áður flutt tillögu um að þessi skattamál á lífeyrisgreiðslur væru teknar til end- urskoðunar, en lítið gerzt. Þessu máli verður fylgt eftir. í annan stað lagði ég fram frum- varp til laga um breytingar á siglinga- lögum frá 1985. í stuttu máli var efni frumvarpsins: Útgerðarmönnum sé skylt að kaupa tryggingu fyrir dánarbótum kr. 1.630.000, sem greiðslu til eftirlif- andi maka. Þá sé og um 625 þús. kr. viðbótargreiðsla að ræða ef mánað- arlegar bætur eiga að greiðast eftirlif- andi maka í sex ár samkvæmt a-lið 1. mgr. 35. gr. almannatryggingarlaga eða mánaðarlegar greiðslur til barna innan 18 ára aldurs samkv. sömu grein. Ef sjómaður lætur hvorki eftir sig konu né börn greiðist 815 þús. kr. til lögerfingja. Slysa- og örorkubætur breytast þannig að þær greiðist eftir sömu reglum og dagpeningar, skv. 33. grein laga um almennar trygging- ar og nemi 50% hærri upphæð en dagpeningarnir. Heildarupphæð dagpeninga sé þó aldrei hærri en þau laun, sem hinn slasaði hafði fyrir slysið. Vegna varanlegrar örorku greið- ast bætur svo: 45 þús. kr. fyrir hvert örorkustig á bilinu 1-25%, 90 þús. kr. á bilinu 26-50%, og 135 þús. kr. fyrir hvert örorkustig umfram 50%. Þá er og lagt til í frumvarpinu að aldurmörk og tímalengd bótaréttar verði einn og sá sami, sex ár. í greinargerð með frumvarpinu er þess getið að síðustu tvo áratugi hafi 25% þeirra slysa sem tilkynnt hafa verið Tryggingarstofnun ríkisins verið vegna sjómannsstarfa, enda þótt sjómenn séu aðeins 5% þeirra, sem á vinnumarkaði eru. Bótaskyld slys á sjómönnum tilkynnt TR. Ár Fjöldi slysa 1964 ........................ 260 1968 ........................ 322 1972 ........................ 319 1976 ........................ 307 1980 ........................ 375 1984 ....................... 415 1985 ....................... 503 1987 ....................... 524 1988 ....................... 619 1989 ....................... 631 1990 ....................... 614 1991 ....................... 522 Eins og sést af eftirfarandi töflu, létust 9 sjómenn af slysförum 1991, og ef það yrði framhald á þeim óför- um yrði fjögura ára tímabilið 1991- 85, 36 látnir. Það má ekki verða. Tíðni dauðaslysa á fiskiskipum 1971-1989 Ár Dauðaslys 1971-1974 82 1975-1979 59 1980-1984 58 1985-1989 37 1990 4 1991 9 Því miður vantar nokkuð á að öll gögn varðandi slys á sjómönnum séu aðgengileg hjá TR einkum hvað varðar flokkun og úrvinnslu gagna. Ekki liggur fyrir hjá TR hve margir sjómenn starfa síns vegna fá greiddar örorkubætur. En hjá Lífeyrissjóði sjómanna fjölgar þeim sjómönnum sem eru á örorkulífeyri eins og með- fylgjandi tafla sýnir: Við sjómannastéttinni blasir að slysatíðnin minnkar ekki, sveiflast aðeins til milli ára, og allar horfur á að dauðaslysum sé að fjölga á ný. Það hefur verið og réttilega lögð áherzla á að kenna mönnum að bjarga sér úr sjávarháska, en eðli slysanna bendir til að ekki sé síður nauðsynlegt að kenna mönnum að forðast vinnuslys um borð. Sj ómannaafslátturinn Um áramótin var mikið deilt á mig, Guðjón A. Kristjánsson og Árna Johnsen vegna afstöðu okkar til breytinga á sjómannaafslætti. Það var svo sem eðlilegt, allur málflutn- ingur stjórnarandstæðinga var með þeim hætti. Þegar þetta frumvarp kom fyrst fram, þá voru miklu harð- ari skerðingarákvæði fram sett held- ur en endanlega varð. Mér fannst vera um tvo kosti að velja fyrir mig, sem fulltrúa sjó- mannaáþingi. Annarvar sá, að gera ekki neitt og bíða þess að tekið væri á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.