Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Blaðsíða 23
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21 SJOLASTOÐIN Jón Guðmundsson á Sjólastöðinni rekur feril fyrirtækisins og rabbar um sjávarútvegsmál að er fyrst að segja af Sjóla- stöðinni, að fyrirtækið er fjöl- skyldufyrirtæki og hófst þannig, að ég og tengdafaðir minn Haraldur Kristjánsson, keyptum bátinn Hannes Hafstein, 50 tonna bát 1963 og skírðum hann Sjóla. Tengdafaðir minn hafði verið for- maður til margra ára og verið mikill aflamaður og harður sjósóknari. Sjólanafnið á sér nokkra sögu. Þeir höfðu keypt bát saman Haraldur og Þorsteinn Eggertsson skipstjóri í Garðinum. Sá bátur var smíðaður í Svíþjóð. Hann átti að heita Sjóli, en Svíarnir höfðu bren^lað nafninu og það varð „Fjóli“. A heimleið með bátinn dreymir Þorstein föður sinn, og þykir sem hann sé að vitja nafns, og þá verður það að báturinn var skírður upp og gefið nafnið Eggert. Þeir félagar komu með bátinn inní verðfallsárin eftir 1930 og seldu Lofti Loftssyni hann en Þorsteinn var áfram skipstjóri á honum og fórst með bátnum. Við skírðum sem sé Hannes Hafstein Sjólanafninu og fiskverkunarstöðin, sem við fórum að reka samfara út- gerð bátsins dró nafn af bátnum og var nefnd Sjólastöðin. Við byrjuðum með saltfiskverkun í 60 ferm. húsi úti á Granda. Sú starf- semi jókst strax hjá okkur, vorum komnir með 4 verbúðir árið eftir á okkar snærum, og 1965-66 tókum við á leigu skemmu hjá Finnboga Rút í Kópavogi, svonefnda Bakka- skemmu. Þar næst byggjum við 300 fermetra hús úti í Örfirisey á 1200 ferm. lóð, sem við fengum þar, og 1969 kaupum við fisk- og geymsluhús Fylkisútgerðarinnar inni á Gelgju- tanga, og unnum þá fisk bæði þar innra og úti í Örfirisey og verkum á þessum árum mikla skreið, tókum fisk af einum 10 bátum á vertíðinni. Þetta gekk sem sagt all-skarpt hjá okkur. Það kom svo lægð í skreiðar- Jón Guðmundsson. sölu hjá okkur, og það sýndist ekki mikið vit í að halda öllu meira áfram í skreiðinni, svo að við kaupum suður á Óseyri í Hafnarfirði, fiskvinnslu- stöð, sem aðallega var í niðursuðu á fiski. Við breyttum þar og stækkuðum húsakostinn, en seldum ekki stöðina í Örfirisey fyrr en 1979. Þá gerist það skrítna. Við seldum húsin Sjóla h.f., fem þá var eign Eggerts Gíslasonar og Einars flugríka. Af þessum nafn- giftum hefur hlotizt dálítill ruglingur en ekki til saka. Árið 1980 seldum við eignirnar á Gelgjutanga, og árið 1985 keyptum við íshús Hafnarfjarðar. Það er af útgerðinni að segja sam- fara þessum fiskverkunarfram- kvæmdum, að 1967 fór Sjóli í þurra- fúa og þá kaupum við Fák í Hafnar- firði af Einari Þorgilssyni hf. og skírum hann Steinunni. Árið 1968 kaupum við Magnús IV af Steingrími í Fiskhöllinni. Þessa báta áttum við síðan báða, nema skipstjórinn á Steinunni átti hlut í henni þar til 1981, að þeir fóru báðir í úreldingu. Árið 1982 keyptum við togarann Sjóla frá Noregi, 40 metra togara, byggðan í Harstad. Við lengdum þann Sjóla á Akureyri 1985, en hann brann mánuði síðar á Patreksfirði. Sama ár keyptum við togarann Otur af Ishúsi Hafnarfjarðar um leið og við keyptum Ishúsið, sem fyrr segir. Árið 1987 létum við byggja í Flekkefjord í Noregi þann Sjóla, sem við nú eigum, tæp 900 tonn, og í sama mund kaupum við togarann Karls- efni til að fá kvóta. Enn var það á sama tíma að við sömdum um smíði á samskonar skipi og Sjóla, og það er togarinn Harald- ur Kristjánsson, fengum hann í apríl 1988, og þannig tvo togara með hálfs- árs millibili. Sjóla í september 1987, en Harald í marz ’88. Við áttum Karlsefni sem fyrr er nefnt í eitt ár, og okkur lánaðist að selja hann til Chile. Það gekk vel með það skip þann tíma, sem við gerðum skipið út. Við höfðum keypt Karlsefni fyrir 190 milljónir með kvóta og seldum hann fyrir 80 milljónir ári síðar, rákum skipið í rúmt hálft ár. Otur, sem var spánskur lítill togari smíðaður 1974, seldum við ári síðar til að létta á okk- ur. Otur er nú á Hornafirði. Við höfum verið með allmikinn rekstur í landi, en höfum dregið hann saman á síðustu misserum. Sá rekst- ur varð okkur hálf erfiður, við vorum með um 200 manns í landi þegar mest var, nú erþar svona50—60 manns; á togurunum erum við með 27 menn á hvorn togara, en í raun hafa þriðj- ungi fleiri atvinnu á þeim. Menn skipta með sér úthaldinu og alltaf þriðjungur skipshafnar í landi. Auk þessa erum við með netaverkstæði og viðhaldsverkstæði. Togaraútgerðin Við erum með of lítinn kvóta, eins og sum þessara skipa á Suðvestur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.